27.10.04
Töff eda ekki?
Mig dreymdi í nótt ad ég vaeri töff. Ekki nokkud sem ég fae oft á tilfinninguna. Ég horfdi á mig í spegil í nótt, skodadi alla lokkana í andlitinu á mér og hugsadi med mér: „Ég er nú eiginlega bara dálítid kúl.” Ég fattadi í morgun thegar stelpa med gat í hökunni gekk inn í straetó ad ég vaeri bara ég, ekkert kúl. Sárt thad...eda ekki?
26.10.04
Fúff
thad voru logreglumenn hérna inni ad reyna ad handtaka menn...veit ekki hvort their tóku einhvern.....heppin ad sleppa.
Ferdasaga eda ekki?
Thad hefur alltaf verid hálfvonlaust verkefni fyrir mig ad skrifa ferdasogu. Ég gaeti kannski gert thad ef ég skrifadi á hverjum degi en eftir fimm daga túr er frá svo morgu ad segja ad ég er búin ad gleyma flestu og veit ekki á hverju ég á ad byrja; hvort ég eigi ad segja frá thví thegar vid fórum inn í „bláu moskuna" á sokkaleistum og ég med klút, segja frá skrítna hverfinu sem vid gistum í fyrstu nóttina, verksmidjunni í húsinu á móti hótelinu okkar, bornunum sem tíndu upp úr ruslinu ásamt pabba sínum, ollum kisulórunum eda allri gongunni. Ég hreinlega veit thad ekki en ég get sagt ad Istanbúl er mjog heillandi borg og algjorlega ólík ollu thví sem ég hafdi séd ádur. Ég get sagt frá thví ad ég er eiginlega fegin ad hafa komist lifandi til baka thar sem umferdarmenning er varla til á thessum slòdum. Til ad komast yfir gotum thurfti madur ad stilla sér upp vid hlidina á naesta manni og vona ad vidkomandi vaeri baerilega skynsamur og lalla yfir med honum/henni...reyndar voru mest karlmenn á ferli tharna. Bílstjórar voru líka brjáladir og thá sérstaklega sá sídasti sem keyrdi okkur á flugvollinn, vid í mikilli tímathrong sem hann vissi augljóslega af. Madurinn keyrdi eins og brjálaedingur, sikksakkadi og tók fram úr thar sem adeins var ein akgrein. Ótrúlegt. Thid sem ekki fengud póstkort, sendid mér heimilisfangid ykkar!
15.10.04
Háskóli skástrik menntaskóli
Ég fór ad paela í thví í dag ad sumt fólkid sem er med mér í tímum er líklega faett árid 1986. Thá var ég vid thad ad hefja skólagongu. Mér er farid ad lída illa yfir thví hvad ég er gomul og finnst líka sorglegt ad ég sé sjálfa mig alveg á svipudum aldri og thessir táningar. Held kannski ad andlegur throski minn (á vid tólf ára) spili eitthvad inn í. Ég hugga mig bara vid ad ég fylgi spekinni sem segir ad madur eigi ad láta barnid í sjálfum sér dafna.
Eftir um thad bil tvaer vikur í Autónomaháskólanum hef ég komist ad odrum sannleik. Starfsfólkid er margt hvert óhemju fordómafullt fyrir útlendingum og adrir eru bara hreint og beint dónalegir. Ég hef lent í ordasenu vid skúringakonu sem var mér afar reid fyrir ad hafa pissad á klósetti sem hún var ad thrífa (galopid inn á salernid by the way og engin merki um ad ekki maetti nota thad) og konan í matsalnum er alltaf reid vid mig út af einhverju; ég tala of lágt eda bid ekki um allt á sama tíma. Strákurinn í tolvustofunni er svo sem ekki reidur, hann er bara leidinlegur. Í dag fór ég svo í upplýsingar til thess ad spyrjast fyrir um Erasmusumsóknaumslog í heimsku minni og madurinn sagdi vid félaga sinn ad ég vaeri ad spyrja um Erasmusumslog, thad vaeri nú ekki skrítid, ég liti sko út eins og líklegt fórnarlamb í thad. Thetta er léleg thýding en HVAD SKIPTI THAD MÁLI HVORT ÉG LÍT ÚT EINS OG ÚTLENDINGUR EDA EKKI? Afsakid hástafina. Ég er bara nokkud sátt vid ad líta út eins og Íslendingur (eda Íri) en ekki Spánverji. Ótharfi ad raeda thad eitthvad. Ég er kannski ad oftúlka en mér finnst vidmótid hér ekki sérlega skemmtilegt.
Eftir um thad bil tvaer vikur í Autónomaháskólanum hef ég komist ad odrum sannleik. Starfsfólkid er margt hvert óhemju fordómafullt fyrir útlendingum og adrir eru bara hreint og beint dónalegir. Ég hef lent í ordasenu vid skúringakonu sem var mér afar reid fyrir ad hafa pissad á klósetti sem hún var ad thrífa (galopid inn á salernid by the way og engin merki um ad ekki maetti nota thad) og konan í matsalnum er alltaf reid vid mig út af einhverju; ég tala of lágt eda bid ekki um allt á sama tíma. Strákurinn í tolvustofunni er svo sem ekki reidur, hann er bara leidinlegur. Í dag fór ég svo í upplýsingar til thess ad spyrjast fyrir um Erasmusumsóknaumslog í heimsku minni og madurinn sagdi vid félaga sinn ad ég vaeri ad spyrja um Erasmusumslog, thad vaeri nú ekki skrítid, ég liti sko út eins og líklegt fórnarlamb í thad. Thetta er léleg thýding en HVAD SKIPTI THAD MÁLI HVORT ÉG LÍT ÚT EINS OG ÚTLENDINGUR EDA EKKI? Afsakid hástafina. Ég er bara nokkud sátt vid ad líta út eins og Íslendingur (eda Íri) en ekki Spánverji. Ótharfi ad raeda thad eitthvad. Ég er kannski ad oftúlka en mér finnst vidmótid hér ekki sérlega skemmtilegt.
13.10.04
Brúarhelgi
Um helgina var brúarhelgi sem thýdir ad aukafrídagur baetist vid thegar frídagar eru nálaegt helgi thannig ad fólk geti notid langrar helgi. Maetti alveg taka thetta upp á Íslandi. Thetta hentadi ágaetlega thar ed Páll Heimisson maetti á bílaleigubíl á laugardaginn, pilturinn nennti ekki ad bída í HEILA tvo tíma eftir rútu. Ég platadi hann med mér í stórmarkad og ég versladi meira en ég hef nokkurn tímann gert og á thví núna fullt hús af kartoflum og saetum vínum. Addáendur saetra vína eru thví hvattir til ad kíkja í heimsókn :)
Annars er ég hundthreytt eftir helgina. Vid Palli vorum svo sem ekki neitt ofur „aktíf” en hálfsvefnlaus nótt fór illa med mig. Í gaer skelltum vid okkur í Retirogardinn thar sem vid (ásamt Konunglegum verkjum og Kjartani) leigdum lítinn bát sem vid (adallega thau) rerum um vatn sem finna má í gardinum. Thetta var gaman thar til Konunglegir verkir ákvad ad skoda foss sem lekur út í vatnid og aftur thegar Palli vildi hefna sín. Sjaldan hef ég verid jafnrassblaut. Vid fórum svo á kaffihús med saetum thjónum og bordudum vel og gláptum svo á spólu heima med Jordi. Medan Palli dvelur er ég flutt inn til Jordi (hann er med tvo rúm) og hann greyid vaknar upp vid thad thegar ég dúndra hausnum í vegginn, sný mér á alla kanta og svo framvegis. Thad sem pilturinn tharf ad thola...
8.10.04
Af baggalutur.is (lásud thid líka baekurnar hans?)
Eðvarð enn og aftur sniðgenginn af Nóbelsakademíunni
Eðvarð vinnur nú að bókini „Fjörutíu og tveggja með fyrirtíðaspennu.“„Auðvitað eru þetta viss vonbrigði, en maður tekur því eins og öðru“ sagði Eðvarð Ingólfsson rithöfundur eftir að ljóst var að sænska akademían hefði enn einu sinni gengið fram hjá honum við veitingu bókmenntaverðlauna Nóbels.
Margir helstu bókmenntafræðingar heims eru ævareiðir og hefur Hübert Keizler - sem á sínum tíma skrifaði fræga doktorsritgerð um erótíska klifun í bókatitlum Eðvarðs - látið hafa eftir sér að Svíar séu ólæsir plebbbarbarar sem kunni ekki gott að meta.
Undir þetta tekur sjálfur konungur Svíþjóðar og segir þetta „svartan blett í sögu akademíunnar“, en hann er langt kominn með „Ástarbréf til Ara“, sem forseti Íslands færði honum að gjöf í nýyfirstaðinni heimsókn sænsku konungshjónanna - og líkar vel.
Faelni
Já, ég held ég sé med bókmenntafaelni á háu stigi. Ég er til í ad laera nánast allt annad. Á einhver gód rád fyrir bókmenntafóbíusjúklinga?
7.10.04
Útlendingur
Já, hér er ég sko algjor útlendingur.....grrrrr saeti saeti saeti Hollendingurinn var ad koma inn í tolvustofuna...mmmmmm, ekki med flottan rass reyndar, sé thad núna. En já, í hvert skipti sem ég kem í tolvustofuna tekur sá eda sú sem er yfir thad skiptid á móti mér og segir „Erasmus, viltu komast í tolvu?”. Greinilegt ad ég nae ekki alveg ad falla inn í hópinn. Gaeinn sem vinnur hérna er reyndar algjorlega ótholandi og talar svo hratt ad ég skil varla ord...jiii, nú sé ég saeta aftur, hann er guddómlega fallegur.
En burtséd frá fallegum Hollendingum thá fór ég í thrjá heila tíma í morgun, framfarnirnar eru miklar. Fyrstu tveir voru nú í leidinlegri kantinum en thad var rosalega gaman ad fara í finnskutíma og laera eitthvad allt annad en spaensku eda spaenskutengt. Kennarinn er eldri kona, rosalega vinaleg og hún var afar undrandi yfir theim fjolda fólk sem vildi laera finnsku. Helmingurinn af bekknum thurfti ad sitja á gólfinu. Ég sat vid hlidina á spaenskri stelpu og hundi....púff, allt kemur í belg og bidu, blogga frekar sídar.
6.10.04
Kennsluleysi
Já, thad er algjort. Sídan kennsla hófst sídastlidinn fimmtudag er ég búin ad fara í einn og hálfan tíma og í thessum eina maetti kennarinn tuttugu mínútum of seint. Skipulagsleysid virdist vera talsvert. Í gaer aetladi ég ad fara í finnskutíma (til ad gera eitthvad odruvísi) en kennarinn maetti ekki. Samnemendur mínir maettu aftur á móti, fimm pínulitlar stelpur, thar af ein í Metallicabol. Fyrir utan thad ad vera smávaxnar, thá eru thaer líka fremur ungar, held ég. Mér leid a.m.k. eins og ég vaeri snúin aftur í menntaskóla. Indael tilfinning samt og ég vona ad kennarinn sýni sig einhvern tímann svo ad ég geti byrjad ad blogga á finnsku...ha ha ha...thetta var lélegt grín.
Fyrir utan tilraun til finnskunáms í gaer, fór ég út ad borda med Kjartani (íslenskur Erasmusstrákur) og tveimur fronskum stelpum, Clarisse og Emilie. Thaer eru mjog fínar; hrifnar af eftirréttum og vilja fara á Real Madridleik til ad horfa á David Beckham í stuttbuxum, stúlkur ad mínu skapi.
2.10.04
Sol og sumar
Er kalt uppi a Isalandi? Ekki her...hahhahahaha...eg er a Mallorca sem stendur, i Palma de Mallorca til ad vera nakvaem med pabba og mommu. Vid forum oll heim a morgun en thangad til aetlum vid ad njota hotelsins sem vid gistum a, sem er ooooootrulega flott. Eg finn engar sidur med myndum af hotelinu eins og thad er i dag, thad er nefnilega nybuid ad gera thad upp. Aetla ad fara upp a hotel nuna, setjast a svalirnar og lesa bok (um leid og eg sleiki solina). Vona ad ekki blasi of mikid a ykkur! :)
29.9.04
Fréttir úr hórustraeti
Ég er ad kafna úr hita og gleymi thví ábyggilega ad skrifa allt thetta skemmtilega sem ég aetladi mér ad skrifa, já, skellum skuldinni á hitann, gód hugmynd.
Allt gengur annars vel. Ég er búin ad fara í skólann tvisvar sinnum, thótt annad skiptid hafi reyndar verid til lítils. Thad kemur mér satt best ad segja á óvart hversu vel er tekid á móti skiptinemunum en reyndar hafdi ég enga trú á Spánverjunum í theim efnum svo ad eflaust eru móttokurnar ekkert konunglegar midad vid adra háskóla, engu ad sídur er ég sátt.
Íbúdin er fín, thrjú herbergi, bad, stofa og eldhús med búri, frekar lítid allt en í gódu lagi. Herbergid mitt er pínulítid og húsgognin fremur ljót en thar er nóg geymslupláss og gód adstada til ad lemja hofdinu upp í hilluna sem er fyrir ofan rúmid mitt :) Hverfid sem ég bý í virdist vera talsvert flottara en thad sem ég bjó í ádur (Eva getur sagt fólki frá dekkstu hlidum thess) eda thetta fannst mér a.m.k. thangad til í gaerkveldi. Thá fórum vid Jordi í gongutúr eftir kvoldmat til ad henda rusli og sáum mann hinum megin vid gotuna ad tala í gsm-síma. Madurinn hefur líklega verid úti í somu erindagjordum og vid nema ad einhver hefur hringt í hann og líklega hefur samtalid dregist a langinn thar sem madurinn var ad PISSA Á GANGSTÉTTARBRÚNINA!!!!! Ég sá m.a.s. á honum tillann....óóógóóó. Aldrei aftur mun ég ganga í bleytu á gangstéttum Boltañastraetis.
26.9.04
Kóngsins Kaupmannahöfn
Satt best að segja hef ég ekki kynnst þessari borg nokkurn tímann að ráði og þetta stutta stopp mitt á ekkert eftir að kynna mig betur en ég átta mig betur og betur á því þegar ég stoppa hér í mýflugumynd að mig langar að koma hingað og vera í svona viku. Þetta er svo falleg borg og skemmtilegt mannlíf. Óli og Sunna tóku á móti mér eftir erfiða flugferð (sökum örlítillar ókyrrðar og sparkóðrar lítillar stúlku sem sat fyrir aftan mig, og já hún og bróðir hennar voru afar hávær í þokkabót) og við fórum út að borða á ítölskum stað nálægt stúdentagörðunum sem þau búa á. Staðurinn var allt í lagi en þjónarnir reyndar bara felu-Ítalir, a.m.k. hluti af þeim sem talaði spænsku en ekki ítölsku. Eftir matinn hjóluðum við svo niður í bæ og kíktum á kaffihús og bar sem var nokkuð kósí. Nú ætla ég að hátta mig og biðja til Guðs að ég verði ekki rukkuð fyrir yfirvigt á morgun, man nefnilega ekki hvort taka má fimmtán eða tuttugu kíló hjá Maersk Air.
p.s. Gleymdi að segja að ekki varð úr ósk minni með myndarlega flugmanninn. Meðleigjandinn verður Dolores, Bandói sem starfar sem enskukennari. Spennandi...
21.9.04
Gleði helgarinnar
Já, þetta var góð helgi þó svo að ég hefði kannski mátt koma meiru í verk. Á föstudagskvöldið var ég reyndar bara heima, skrapp til ömmu og fékk svo Elsu frænku í heimsókn að glápa á videó. Á laugardaginn þurfti ég að vakna fyrir allar aldir enda mikilvægt verkefni framundan. Við Jónas (og reyndar Sigrún Þöll líka) höfðum nefnilega ákveðið að gera tilraun með að ná í miða á Damien Rice tónleika, sem haldnir verða næstkomandi fimmtudag. Til að gera ekki svo langa sögu enn styttri þá náðum við miðum og ég er mjög spennt! :) Eftir raðarbið fór ég að vinna og um kvöldið var svo stórteiti hjá Jónasi hinum títtnefnda. Veislan sú var hin besta og útferðin á eftir ekki síðri. Við Sigrún Þöll og Jónas entumst lengst, ef til vill til þess að fagna miðunum fyrrnefndu. Á vegi okkar varð margt manna; sæti skiptineminn (þeir eru reyndar ábyggilega fleiri en einn...) var á Dillon og stelpa sem var í sama grunnskóla og ég spurði hvort ég héti ekki örugglega Rósalind eða eitthvað álíka. Á Hlölla varð Jónasi mjög til vina með stúlku um þrítugt sem var mikill mjólkuraðdáandi og helst vildi hún súkkulaðibragð af mjólkinni...hehehe (les: snobbhlátur).
Sunnudagurinn var ekki slæmur heldur en þreytan reyndar talsvert. Finnur tók á móti mér í vöfflur og svo eldaði ég lax og bauð ömmu og Elíasi í mat. Eftir mat fórum við Elsa svo í bíó á frímiðum á myndina „The Girl next Door”, sem er afar skemmtileg, mér til mikillar undrunar. Jæja, þá vitið þið það þó svo að þið hafið eflaust engan áhuga. :)
20.9.04
15.9.04
Samkvæmi
verður haldið að Kleppi föstudagskvöldið 24. september næstkomandi. Fyrirhuguð er mikil gleði og enn meiri glaumur og er öllum sem vettlingi geta valdið boðið að mæta. (Ég vil nefnilega helst ekki fá fólk sem er svo aumt að það getur ekki haldið á vettlingi, það þýðir nefnilega eflaust að ég þurfi að bera viðkomandi upp stigann og ég bara nenni ekki slíku). Nánari útlistingar á veislunni munu berast síðar en vinum og vandamömmum er bent á að taka daginn frá.
14.9.04
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld
og það styttist óðum í brottför. Allt er svo að segja klárt nema þessir billjón hlutir sem ég þurfti að redda áður en ég færi. Það kemur nú samt að því að það klárast allt saman. Úti er mestallt klappað og klárt. Jordi leigði íbúð sem að sögn Rosu er fín, í betra hverfi en hin og tvö af þremur herbergjum eru flott. Þar að auki er hinn fínasti ofn sem á að henta vel til pitsugerðar. Ekki slæmt það. Jordi segir hverfið fullt af Suður-Ameríkönum og Marrokkóbúum og lítið um myndarlega karlmenn. Veit ekki hvort þeirra ég tek trúanlegt, kannski bara bæði þar eð Rosa er afar veik fyrir Marokkóbúum...eða voru það Marokkóbúarnir sem voru veikir fyrir henni? Nú er Jordi annars búinn að ákveða að leigja út aukaherbergið svo að leigan lækkar örlítið. Hann ætlar að hengja upp auglýsingu á skrifstofu Iberiaflugfélagsins svo að nú verða allir að krossa fingur og vona að til okkar flytji myndarlegur flugmaður. Þetta kemur mér samt í ákvörðunarstöðu, ég má nefnilega velja hvort ég vil leigja herbergi með hjónarúmi sem er dálítið dýrt eða herbergi sem er minna og auðvitað ódýrara. Hvað finnst ykkur?
8.9.04
Hjálp!!!
Hver getur lagað bloggið mitt, það lítur hræðilega eftir að ég fiktaði eitthvað OG þarf nauðsynlega á litabreytingum að halda. Tölvunörd úti í heimi hjálpið!
7.9.04
Óður
Óður eða brjálaður, heill eða heilbrigður.
Ætti ég kannski að tala í kvenkyni?
Litirnir flögra kringum hnöttinn en enginn tekur eftir því nema þú.
Leiðindi eða notalegheit
Annar dagurinn í röð sem ég blogga og ástæðan er auðvitað bara ein, ég er aðgerðarlaus. Þessi vika hjá mér virðist ætla að verða full af pásum og engu að gera. Ég er í skólanum frá klukkan átta til tíu á morgnana og eftir það tekur við hin erfiða ákvarðanataka um hvernig ég eigi að eyða því sem eftir lifir af deginum. Í gær ákvað ég að leggja mig og lesa Moggann, mála glugga og elda kvöldmatinn en í dag er ég enn óákveðin. Til greina kemur að fara heim og leggja sig í smástund, mála annan glugga, reyna að koma saumavélinni í gang, að taka til í herberginu, fara upp á Tryggingarstofnun (bíður dómsdags), láta taka passamyndir af mér (ekki nógu falleg í dag), elda kvöldmat fyrir okkur Siggu, fara með sömu í verslunartúr...eða bara dóla og gera ekki neitt. Held ég velji þetta síðasta....
6.9.04
Framtíðin ráðin
Með þessum orðum tóku foreldrar mínir á móti okkur Siggu þegar við komum heim úr vinnunni á laugardaginn. Ástæðan var auglýsing í sunnudagseintaki Morgunblaðsins þar sem bandarískur faðir óskaði eftir íslenskum prinsessum fyrir syni sína. Maðurinn sjálfur, íbúi í Washington DC hefur verið giftur einni slíkri í 36 ár og vill að sjálfsögðu sonum sínum aðeins það besta. Með auglýsingunni fylgdi smálýsing á sonunum sem allir voru á giftingaraldri og efnilegir menn, og svo mynd af þeim með pabbanum og íslensku prinsessunni, eða kannski drottningunni. Ætli einhver hafi svarað? Mamma hótaði að skrifa fyrir okkar hönd en sagðist fyrst vilja láta taka nýjar myndir af okkur systrum. Ætli hún klæði okkur í ljósbláa blúndukjóla aftur eins og síðast þegar hún lét taka af okkur myndir?