9.3.04

Jæja pæja. Næst á dagskrá hjá mér er að lemja einhvern hjá RHÍ og sækja um Erasmus-styrk. Þetta er erfið ákvörðun fyrir mig þar sem ég virðist bara alls ekki geta ákveðið neitt. Hvernig á manneskja sem ekki getur valið sér rétt af litlum matseðli skipulagt hvað hún vill gera næsta ár? Hvert hún vill fara og hve lengi? Ég hef ekki svarið við þessu. Engu að síður eru línurnar örlítið að skýrast í hausnum á mér og ég ákvað að á miðvikudaginn fer ég og tala við kennarann og það sem ég ákveð þá verður bara lokaákvörðun. Vonandi verð ég ekki í skrítnu skapi og sæki um að fara til Póllands að læra líffræði. Vinsamlegast krossið fingur!