15.3.04

Jæja, sólin skín á gamlar konur í dag. Annars var ég í fremur leiðinlegum tíma, hann var mjög hægur og mig langaði að hrópa: "ÁFRAM, ÁFRAM" á samnemendur mína. Gerði það að sjálfsögðu ekki. Annars vil ég nefna eitt sem gæti verið til bóta fyrir mannkynið. Það er að banna að sýna gamlar myndir af fólki, þá sérstaklega gamlar ljótar myndir. Ég veit að einhverjir hljóta að vera mér sammála.