7.3.05

Back from the bomb

Ferdin til Granada var skemmtileg en mér tekst seint ad toppa frásögn Hlífar af ferdinni svo ad ég bendi fólki á ad lesa faersluna hennar, ord mín verda fá. Ég get samt sagt ykkur ad ferdin var vel heppnud í alla stadi (alla króka og kima líka) og ekkert nema gledilegt um hana ad segja. Deila má um hverjir hápunktar helgarinnar voru, ég gaeti nefnt samlokudansinn fraega á tóma diskótekinu eda leitina ad bílastaedinu hjá Alhambra. Söngur (gaul) theirrar kanadísku í herbergispartýinu hjá augnatvíbura Hlifar á laugardagskvöldid sem og frábaerir tónar internetsáhugamannsins frá Austurríki í rútinni á leidinni heim (hann söng Sinatra). Mér fannst líka aegilega huggulegur gönguúrinn upp í Cartujaklaustrid med tónlist í ödru eyranu og sólina skínandi á kalt nefid á mér. Oj hvad ég er ordin vaemin!

Samgönguyfirvöld Madridar virdast hafa eitthvad á móti mér. Sökum brunans í Windsorturninum fyrir löngu sídan get ég ekki farid sömu leid og venjulega í skólann á morgnana, lestin sem ég tek stoppar ekki thar sem ég tharf ad stoppa einhverra hluta vegna. Í gaer reyndu yfirvöldin svo ad flaekja enn frekar fyrir mér lífid, ég gat ekki stoppad tharna og heldur ekki á nýja stadnum...allt í kaós svo ad ég endadi á thví ad taka billjón lestir til ad komast heim til mín. Sama í morgun. Hefdi ég ekki hitt Gianluca, herbergisfélagann úr Granada í lestinni hefdi ég örugglega öskrad af myglu. Vonandi kemst ég heim á edlilegan hátt á eftir. Wish me luck!