30.3.05

Hot studs

Fúff, ég komst í feitt í gaer, nefnilega sídu hjá Herra heimi 2003 thar sem haegt er ad skoda videóupptökur af keppendunum. Ég er frá og med deginum í gaer ástfangin stúlka, sá brasilíski vann baedi hjarta mitt og keppnina. Núna aetla ég ad leita ad keppnum frá ödrum árum.
Thad er kannski ekkert skrítid ad ég eydi tíma mínum í slíkt, ég virdist ekki thurfa ad fara í marga tíma í thessari viku og ég held ad ég eydileggi sjálfa mig á thví ad horfa á spaenskt sjónvarp. Í gaer sat ég lengi fyrir framan skjáinn, of lengi raunar og naut thess sem fyrir mig var borid. Fyrst horfdi ég pínulítid á thátt sem var ad byrja. Í honum sátu tveir thvengmjóir ófrískir (ég virka svona fjórum sinnum meira ólétt en thaer) sjónvarpskynnar og spjölludu um ástand sitt. Önnur theirra var reyndar fyrst kynnt inn í tháttinn med nákvaemum upplýsingum um mál hennar, 85 - 50 - 80 eda eitthvad álíka lítid og 175 cm á haed. Thegar thad komu hneykslunarhljód upp úr mér sögdu spaenskir félagar mínir, hvad? hún er í alvöru thetta há, ekki kannski alveg thad sem ég var hneysklud á. Fannst bara sorglegt ad thetta vaeri látid fylgja med eins og mikilvaegar upplýsingar. Thaer spjölludu svo á eins gervilegan hátt og theim var audid og svo voru thaer látnar aefa sig med börn. VESALINGS BÖRNIN! Sett í hrúgu á gólfid í sjónvarpssal med ljósin hraedilega sterk. Aei já, ég er líka ad gleyma ad einnig komu vid sögu apar og dúkkur. Frábaert daemi um lélegt sjónvarpsefni. Ég horfdi einnig á spurningathátt thar sem kynnirinn dansadi inn á milli og svo komu smábútar úr tónlistarmyndböndum auk thess sem thátttakendur (yfirleitt gamlir karlar) dönsudu af kátínu yfir ad vinna 80.000 krónur. Ég held ég fari ekkert nánar út í hina thaettina tvo sem ég horfdi á, annar spjalltháttur um fólk sem var sátt vid fitu eda fólk sem var feitt og maki theirra eda módir sátt, og svo hinn sívinsaela thátt um fraega fólkid á bóndabaenum. Held ég myndi bara flýja land ef ég faeri ad rifja thad upp.