21.5.05

Júróvisjón múróvisjón

Thetta var nú skrítin keppni, ég segi ekki annad. Ísland í sextánda saeti, sem mér fannst nú ekki alveg verdskuldad en ég tók gledi mína á ný úr thví ad Grikkland vann. Nú get ég gortad mig af thví ad thekkja sigurvegara júróvisjón, nokkud sem ekki margir landar mínir geta státad af. Leidir okkar Helenu lágu saman á Álandseyjum sumarid 2001. Vinnufélagi minn sigradi í samkeppni í útvarpinu og voru verdlaunin ad fá ad fara í picnic med hljómsveitinni Antique, sem samanstód af Helenu og Nikosi kyntrölli. Vinnufélaginn, álandseysk stúlka á mínum aldri, Caroline ad nafni, hafdi alls engan áhuga á ad fara í picnicinn en heyrdi af áhuga mínum fyrir júróvisjón og ad ég thekkti vel Antique. Ákvádu thá hún og önnur stúlka ad leyfa mér ad fara í stadinn. Picnicinn var ósköp skemmtilegur thótt ég hafi nú ekkert talad neitt rosalega mikid vid thau skötuhjúin, ef til vill spiladi slöpp saenskukunnátta mín inn í. Picnicinn var tekinn upp í útvarpinu og fékk ég m.a.s. ad spyrja thau tvö einnar spurningar. Helena var raunar sú indaelli af theim tveimur, mér til mikillar maedu thar ed tilfinningar mínar til Nikosar voru sterkar, og spurdi út í mína hagi og hrósadi mér meira ad segja fyrir saenskuna mína (sem raunar bendir til thess ad daman sé lygin). Um kvöldid hélt svo hljómsveitin theirra tónleika á Álandseyjum og ég var mjög spennt en thví midur ad vinna um kvöldid. Eftir vinnu settist ég upp á hjólid mitt og brunadi gegnum allan baeinn og kom hálfhlaupandi og mód inn á tónleikana. Thá brást Helena strax vid, veifadi mér og hrópadi ad íslenska stelpan sem hún hafdi kynnst sama dag vaeri komin á svaedid og heilsadi mér. Thad made my day, ef ykkur grunadi annad. Indael stúlka sem átti sigurinn alveg skilinn, enda lagid gott thrátt fyrir lélegan texta. Til hamingju Helena! (Er viss um ad hún les bloggid mitt, enda vid nánar vinkonur)
Vid héldum lítid júróvisjónpartý en satt best ad segja var helmingur gesta lítt hrifinn af keppninni. Glenn bandói sofnadi, Clarisse tókst rétt svo ad hemja sig og taladi lítid illa um keppnina og Antonio frá Puerto Rico sagdist ekki viss um ad hann langadi ad horfa aftur. Vesalings piltarnir missa alla trú á evrópskri menningu.