17.5.05

Nýtt rúm

Líf mitt er ekki naegilega spennandi um thessar mundir til ad halda uppi skemmtilegu bloggi. Thar af leidandi verdid thid bara ad líta svo á ad thid séud ad skoda dagbókarfaerslurnar mínar, til thess skrifa ég thetta blogg. Á sunnudaginn var dagur San Isidro og fórum vid thví í San Isidro-gardinn thar sem algjör thjódhátídarstemmning ríkti. Thar var fólk út um allt ad borda og drekka á grasinu, vid hlidina á var risastórt ferdatívolí og svo var svid med ekki svo skemmtilegri tónlist og fólk ad dansa, bara gaman!
Af heimilinu er thad ad frétta ad Jordi lét mig fá annnad rúmid sitt sem gerir thad ad verkum ad ég get tekid vel á móti gestum og ad ég sef ekki lengur á gólfinu. Thad var varla ad ég tímdi ad fara á faetur í morgun, ég hafdi thad svo gott undir saenginni sem Jordi lánadi mér líka. Í thokkabót er herbergid mitt bara saemilega smekklegt, sérstaklega ef borid er saman vid fyrrum útlit thess. :) Eva er vaentanleg til landsins á föstudag og ég er afskaplega spennt. Vedrid er reyndar til skammar en ég lifi í veikri von um ad thad batni ádur en daman maetir á svaedid.