10.5.06

Borg óttans

Margir segja Reykjavík vera hættulausa borg enda glæpatíðni fremur lág í borginni í samanburði við aðrar evrópskar borgir. Eftir heimsókn mína í Hitt húsið í dag er ég ekki viss um að borgarbúar séu jafnsaklausir og fólk vill láta. Ég fór hlaupandi út úr staðnum á flótta frá starfsmanni þar sem sagði mig illgjarna og reyndi að beita mig ofbeldi. Hvet ég borgarbúa og ferðamenn sem koma til Reykjavíkur til að hafa varann á, ofbeldið er augljóslega mætt til landsins. Verið varkár!

Svo ég snúi að öðru þá á ég miða á Litlu hryllingsbúðina og leita eftir félaga til að koma með mér. Hver vill með?