25.5.06

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
(Af mbl.is)


Stundum segja stjörnurnar hreinlega allt of mikið. Ég veit ekkert hvað ég vil eða hvert ég stefni. Eiginlega vildi ég óska þess að maður gæti ráðið fólk í að taka mikilvægar ákvarðanir eins og framtíðarplön fyrir sig. Ef til vill væri bara ráðið að stefna að því í framtíðinni að opna slíka þjónustu?