3.5.06

Slæmar fréttir

Kæru lesendur,
Mér tekur það afar sárt að færa ykkur þær afar slæmu fréttir sem hér fylgja. Frá og með morgundeginum og fram á sunnudaginn næsta verð ég á ferðalagi og mun því ekki kæta almúgann með skemmtilegum færslum og ekki heldur með yndisþokkafullri nærveru minni hér á Íslandi. Ástkær bróðir minn mun enn á ný njóta návistar minnar, sem og samstarfsmenn mínir í Nordjobb-verkefninu, sem ég mun hitta á ey nokkurri, er ber nafnið Ven. Ég veit að þetta kemur sem högg á ykkur sem rétt eruð að ná ykkur eftir langa fjarveru á Spáni og í Danmörku, en ég vona að það huggi ykkur að þessu sinni verður ferðin stutt og eins að engin ferðalög eru plönuð á næstu mánuðum. Megi æðri máttur fylgja ykkur á erfiðum tímum.
Ástarkveðja,
Alma.