24.5.06

Ertu kátur sem slátur?

Við vinstúlka mín áttum í heitum umræðum um málskilning og því langar mig að fá að heyra hvað ykkur dettur í hug þegar eftirfarandi er sagt?

Rómans rímar við frómas

Annars hef ég lítið að segja þótt gjarnan hefði ég viljað grynnka á egómaníunni með því að skrifa örlítinn texta sem færa myndi þessar tvær myndir af sjálfri mér aðeins neðar á síðunni. Frá litlu er hins vegar að segja, ég hefði getað bablað mörg orð um Júróvisjón og eins gæti ég rætt um það hvers ægilega köldu andar utan dyra en ég held ég sleppi því í bili og leyfi fólki að njóta þess að vera til í stað þess að lesa bullið frá mér.