4.2.05

Lík í Canillejas

Ég var ad enda vid ad farga tveimur líkum. Líkin voru af tveimur ungpöddum sem ég drap í aediskasti thegar ég kom heim úr midbaenum. Litlu pöddurnar, sem voru af kakkalakkategund, höfdu verid ad leik á gólfi badherbergis okkar en létu lífid nánast samstundis er adfarir gegn theim hófust. Blessud sé minning theirra!
Annars var adalfundur í menningarfélaginu Finnland-Chile-Ísland haldinn í gaerkveldi. Á dagskrá voru venjuleg adalfundarstörf og var sérlegur gestur fundarins Serge frá Puerto Rico. Fundargestir maettu mistímanlega, en áetladur fundartími hafdi verid settur kl. 22. Íslenskir thátttakendur maettu korteri of snemma, finnskir um kl. 22 en Chilebúar talsvert sídar. Fundarstörf fóru ad mestu leyti vel fram, undir lok fundar vard reyndar vart óaeskilegra gesta á fundinum (Ítalir) en med gódu samstarfi fundargesta raettist út thessari óvaentu uppákomu.
Naesta sem ég aetla ad segja frá er thad ad ég fór á Ginos ádan med Hlíf, Kaká og Klöru. Thar var enginn annar en Fran69 maettur á svaedid ad thjóna, fallegur ad vanda. Illu heilli var afar fjölmennt á stadnum (fraegd Frans er greinilega mikil) og thví fór ad Fran69 thjónadi í innri hluta stadarins (sem er í smáhaed) en vid sátum vid dyrnar. Engu ad sídur nutum vid/naut ég thess ad horfa á fallegan afturenda hans thegar hann gekk upp stigann mörgum sinnum og naerveru hans thegar hann slysadist nálaegt bordinu okkar. Slaemu fréttirnar eru thad ad Fran69 reykir og virdist hrifinn af áfengi thar ed mér sýndist hann vera ad sötra bjór (kl. 16 tsk tsk) en gódu fréttirnar eru thaer ad vid sáum hann í venjulegum fötum, afar smekklegum og sáum hann fara ofan í metró (eltum hann). Einnig uppgötvudum vid ad hann er med lokk undir nedri vör, gerir hann bara enn thá saetari og ad ég held ad hann sé frekar ungur, kannski bara rétt tvítugur. Lídur ykkur ekki betur ad vita thetta?