20.2.05

Í klípu (samt ekki smjöri)

Aei, ég er nú meira fíflid! Ég baud nefnilega fólki í mat, gaman gaman, af thví ad ég ákvad ad búa loksins til pítsu. Thad vaeri ekki í frásögu faerandi nema vegna thess ad ég var of kraftlaus í gaer til ad druslast út í búd ad kaupa í matinn og núna sit ég heima hjá mér, nánast matarlaus og bíd eftir ad hungradir gestirnir komi hingad. Ég sé tvo kosti í stödunni:
a) Hringja í fólkid, afboda matarbodid og segja ad thad geti bara bordad heima hjá sér eins og edlilegt fólk.
b) Panta pítsu eda kínverskan handa fólkinu.
c) Fara út í kínabúd og leita ad einhverju aetu. Gestirnir verda bara ad láta núdlur med sojasósu, kexkökur og appelsínudjús á sídasta söludegi gott heita.
d) Ekki hringja í neinn en fara út, slökkva á gemsanum og koma ekki heim fyrr en lída fer á nóttina.
Kostur a) kemur ekki til greina. Thad er í haesta máta dónalegt og stúlka í minni stödu gerir ekki svona lagad. Kostur b) kemur ekki heldur til greina thar ed ég tími ekki ad panta mat handa svona mörgum, glaetan. Svo er d) enn thá meiri dónaskapur, sérstaklega thar sem ég bý úti í rassgati thannig ad ég er ansi hraedd um ad mannskapurinn verdi ad gera sér ógedsveitingar ad gódu.
Annars fórum vid í partý í Aluche í gaer, á sama stad og um áramótin. Thetta var threfalt afmaeli, finnskt, mexíkóst og thýskt og húsid gjörsamlega trodid af fólki. Lögreglan kom víst einu sinni eda tvisvar en allt fór nú vel fram. Nágrannarnir hafa bara ekki verid kátir med thann hávada sem skapast af hundrad manns samankomnum á 80 fermetrum. Vid fórum svo nidur í bae og dönsudum dálítid á Gran Vía. Lögreglan kom ekki thangad. Un beso, er farin út í kínabúd.