8.2.05

No more crying...

Ég aetla ad haetta ad kvarta og kveina, ákvad thad eftir ad horfa á fréttirnar í spaenska sjónvarpinu í gaer. Fyrst var vitanlega löng frétt um fólkid sem dó í gaseitruninni nálaegt Castellon. Madur nokkur hafdi haldid veislu á sveitahóteli til ad fagna fimmtugsafmaelinu sínu og hluti gestanna, ásamt honum sjálfum, eyddi nóttinni á hótelinu. Fólkid hafdi farid seint ad sofa og vaknadi ekki aftur, fyrir utan tvo, afmaelisbarnid og konuna hans. Afmaelisbarnid á ad hafa sagst fremur kjósa ad hafa verid medal fórnarlambannna heldur en ad hafa lifad af. Átján manns thar. Hraedilegt!
Svo héldu fréttirnar áfram, talad var um par sem dó í bílskúr af kolsýringseitrun, konu sem var myrt af fyrrum eiginmanni og svo thar eftir götunum. Seinna um kvöldid í "Sucedido en Madrid" (=thad sem gerst hefur í Madrid), hélt thetta svo áfram, tvíburar myrtir, kona kyrkt, stelpa drepin og ég veit ekki hvad og hvad. Thad er nokkud ljóst ad thad tharf ad passa sig...ususs