21.2.05

Threyta

Thetta blogg er ad verda svo leidinlegt ad ég rádlegg lesendum thess ad haetta ad skoda thad og kaupa sér frekar skemmtilega bók ad lesa eda taka videóspólu. Thetta blogg verdur bara svona dagbók fyrir mig.
Ég er farin ad hafa áhyggjur af thví ad ég sé á leid inn í tímabil svefnleysis, ég er haett ad geta sofid eins hraedilega mikid og ádur (ég segi thetta núna og sef ábyggilega fjórtán tíma í nótt). Thrátt fyrir thad ad vera hraedilega threytt svaf ég illa og er í dag eins og tuska í framan. Strákarnir sem hrópudu ad mér á leidinni í skólann voru heppnir ad vera á bíl, ég hefdi líklega lamid thá ef their hefdu ekki komist svona fljótt undan. Annars er ég sár út í Spánverja í heild fyrir ógedsleg ummaeli í metróinu á laugardagskvöldid. Thví midur (eda sem betur fer) heyrdi ég thad ekki enda ekki ad hlusta á samraedur ljótra fótboltastráka, en Klara sagdi mér hvad their hefdu raett, sem var mjög ljótt. Their héldu ad vid vaerum vitlausir útlendingar sem ekki skilja spaensku. Bara rétt thetta fyrrnefnda. Thad sem var fúlla var thad ad allt fólkid í kringum virtist ekkert kippa sér upp vid thad sem their sögdu, enginn horfdi á thá illu auga eda reyndi ad thagga nidur í theim. Nóg um thad...nenni ekki ad vera í fýlu yfir thví.
Á midvikudaginn legg ég land undir fót, fer til Finnlands. Vúhú...eitthvad til ad hlakka til! :)