26.4.05

Baskaland med meiru

Thad er erfitt ad ákveda sig vardandi hver sé fallegasta borg Spánar. Ég skipti álíka oft um skodun og naerföt en núna held ég ad ég sé komin med topp 5 eda eitthvad í áttina. San Sebastián er nýja borgin á listanum. Vid fórum thangad og til Bilbao yfir helgina og ég vard aftur ástfangin af San Sebastián, rosalega fallegt thar! Annars var thetta hinn fínasti túr, allt morandi í karlhormónum sökum kynferdis samferdarmanna en their hegdudu sér eins og englar, greyin. Vid kíktum adeins á naeturlífid í San Sebastián sem á vissan hátt líktist Reykjavík. Fyrst vorum vid í gamla baenum og faerdum okkur svo yfir á eitthvert diskótek. Á bádum stödum var nákvaemlega sama fólkid...og daginn eftir sá ég nokkra aftur, hálfgerd sveitabaejarstemmning. Bilbao er líka falleg borg en á annan hátt. Allt samt vodalega graent alls stadar í Baskalandi og fólkid almennt séd afar indaelt. Ég lenti samt í hrakningum í Bilbao strax á fyrstu mínútum. Fyrst tókst mér ad festa buxurnar mínar í rúllustiganum í metróinu og svo lamdi ég midasjálfsalann til ad peningurinn minn dytti nidur med theim afleidinum ad hurdin á honum opnadist og vélin fór ad pípa á fullu med sírenuhljódi. Svonalagad er adeins ég faer um. Mögulega reyni ég ad setja myndir á netid úr ferdinni...