13.4.05

Karlmannsvíkinganafn óskast

Ef til vill aetti ég ekki ad segja frá thví (mamma, thú vilt ábygilega frekar lesa um námid hjá mér) en á föstudaginn er ég ad fara á grímuball. Thetta er ekki hid hefdbundna grímuball heldur verdur thad thannig ad fólk á ad skipta um kyn. Miklar paelingar hafa verid hjá okkur vardandi búninga, Jordi lagdi til góda hrúgu af fötum og vid keyptum okkur yfirvaraskegg en nú erum vid eiginlega komin med adrar hugmyndir. (Ad minnsta kosti ég og svo Cla, Kja er eitthvad tregur til) Clarisse aetlar ad vera spaenskur thungarokksdaddáandi med hárid slegid, risastórt svört bílstjóragleraugu, í metallica-bol og med kedjur hangandi. Ég er aftur á móti ad paela í ad vera víkingur. Sem stendur er ég ad leita ad feldi til ad vera med en leitin hefur ekki borid árangur. Ef illa fer verd ég ad láta hjálminn, skeggid og sverdid duga. Dani frá Ítalíu og Serge hafa thegar fallist á ad leyfa okkur ad klaeda thá upp og eiga their ekki vona á gódu. :)

Svo ad ég geri Önnu Ólafsdóttur, adaláddáanda mínum adeins til geds get ég sagt ykkur ad skólinn gengur baerilega. Nú eru tímarnir ad komast í gang af krafti eftir páskafrí og skemmtilegi málvísindakennarinn er kominn úr veikindafríi. Ég er týnd í finnskutímum og skildi reyndar ekkert í dag í morfólógíu af thví ad thad kom ungur forfallakennari sem taladi á billjón orda hrada á mínútu. Nóg um thad...

Svo ad ég skipti algjörlega um umraeduefni thá get ég tjád mig um eldhúsástandid heima hjá mér...raunar ástandid sem er alls ekki nógu gott. Thad var ekki sérlega alvarlegt ad hafa fundid pöddu í rúminu mínu og ad sídustu vikur hafi kakkalakkar stundum sýnt sig á badherbergisgólfinu en mér finnst helst til leidinlegt ad í eldhúsinu hafi farid fram kakkalakkainnrás medan ég var í burtu OG ad ég fann kakkalakka í matarskápnum mínum í gaer. Ég taemdi nánast skápinn og á thví lítinn sem engan mat og sé fram á enn frekari leti í eldamennsku á naestu vikum...úbbs.