31.10.05

Stikkorðaform

Þar eð ég er of löt til að skrifa fallegan texta, þá ætla ég að lýsa lífi mínu þessa dagana í stikkorðum. Þetta má einnig lesa sem lista yfir hluti sem sem hægt er að gera þegar maður á að vera að læra:
-Á fimmtudaginn þarf ég að skila einhverju skrifuðu af BA-ritgerðinni. Ég get ekki frestað því aftur, svo að mér er nær að druslast til að gera eitthvað. Ég er komin með fjórar eða fimm lélegar blaðsíður.
-Sjónvarpið hefur fangað mig algjörlega, ég er farin að horfa á þætti eins og Judging Amy og CSI. Botninum var samt náð núna um helgina þegar ég tók CSI-þætti á leigu TVISVAR. Held að þetta sé merki um lærdómsleti af versta tagi.
-Við mamma erum farnar að leysa Su doku talnagátur, og þetta er fíkn. Ætla að reyna að hemja mig, ekki meira en ein á dag.
-Ég fór á kvikmyndahátíð á laugardaginn, sá Voces Inocentes, sem fjallar um herskyldu barna í El Salvador. Myndin er ein sú átakanlegasta sem ég hef séð, og synd hvað salurinn var tómur.
-Nú er ég að spá í að skella mér heim til þess að leggja mig, ég gat ekki sofnað í gær yfir Beðmálum í borgini. Ég ætti að lögsækja Skjá einn fyrir að eyðileggja líf mitt.