24.10.05

UNR

Mamma sagði mér það í dag þegar ég hringdi í hana til að minna hana á að ég væri enn þá dóttir hennar að hún væri búin að taka mig úr erfðaskránni vegna þess að ég væri aldrei heima. Satt best að segja get ég ekki annað en skilið þessa ákvörðun hennar, hún er ábyggilega búin að gleyma því hvernig ég lít út. UNR, Ungdomens Nordiska Råd, kláraðist í dag, en á morgun heldur samt einhver dagskrá áfram með fundi við Bláa lónið. Föstudagurinn síðasti kemst á lista yfir súrustu daga lífs míns held ég. Hann einkenndist af tangófélögum, fundarhaldi, veitingahússáti með lifandibókasafnsfræðingi og partýhaldi. Gaman en...er að lognast út af og ætla niður í bæli mitt.