3.10.05

Køben-Osló-Køben

Rómantík: Par á hjóli sem stoppar á umferðarljósum til að faðmast.
Nískt: Rúmur klukkutími í H&M án þess að kaupa nokkuð nema sokkabuxur.
Fallegt: Bæði Osló og Kaupmannahöfn.
Blautt: Rigningin á fimmtudag og laugardag.
Skemmtilegt: Að hitta alla Norden-aktivistana sem ég þekkti þegar.
Óskiljanlegt: Norski skipuleggjandinn þegar hann reyndi að tala.
Fyndið: Eyrnastór að dansa.
Þreytandi: Heil nótt í rútuferð, sofið í hámark klukkutíma í einu.
Spennandi: Tveir dagar í Kaupmannahöfn framundan!