25.6.05

Ellismellir

Ég er satt best að segja farin að halda að við í vinahópnum mínum séum farin að eldast. Þessi skoðun mín kemur fram þrátt fyrir það hversu augljóst er að ég virðist afar ungleg, ef marka má vinnufélaga mína sem báðir héldu mig sautján eða átján ára. Afmælispartýið hennar Freyju, sem ég þakka henni og hrósa fyrir, bar vitni um að ellin er farin að síga á. Við systir og Eva, ásamt Jónasi, vorum síðust af vettvangi og klukkan var rétt rúmlega eitt. Og við vorum ekki á leið niður í bæ, neeei, allir á leið heim í ból og sjálf var ég svo þreytt að ég sofnaði í öllum fötunum um leið og ég kom heim.
Svo að ég fari úr einu í annað þá fannst mér svakalega fyndin fréttin um að Finnum hefði sárnað ummæli Berlusconi um matarmenningu lands síns. Hann sagði Finna ekki einu sinni vita hvað proscuitto væri og því væri eina vitið að matvælastofnun nokkur hefði aðsetur í stígvélalandinu. Dauðasynd það! Það verður gaman að vita hvort Finnar muni raunverulega sniðganga ítalskar vörur það sem eftir er sumri...ég er að spá í að senda skilaboð á Finnana mína í Madrid og benda þeim á þetta. Þær myndu þá pottþétt sniðganga Ítali...:)