19.6.05

Ást í loftinu

Á sídustu dögum mínum hér í Madrid er ég búin ad uppgötva hvernig best er ad ná sér í mann. Vitanlega er margt sem hafa ber í huga en ég hef í thad minnsta fundid adalhözzlstadinn, almenningssamgöngur borgarinnar. Ég er kannski ekki sú fyrsta í fjölskyldunni til ad kynnast karlmönnum á thessum vettvangi; Sigga fraenka kynntist nú víst honum Golla sínum í straetó og ónefndur fjölskyldumedlimur hözzladi í leid númer fjögur thótt ást sú hafi nú ekki leitt til hjónabands. Um helgina hef ég verid óskaplega dugleg í ástarleitinni í metróinu. Madur nokkur tók sig til ad mynda á tal vid mig á laugardaginn vegna thess ad ég var ad lesa ljód. Hann spurdi mig hvort thetta vaeru ljód sem ég vaeri ad lesa og fór ad raeda bókmenntaáhuga minn. Ég benti manninum pent á ad ég vaeri ad lesa thetta af illri naudsyn, ég myndi aldrei lesa ljód í metró nema af thví ad ég vaeri ad fara í próf á mánudaginn. Spjölludum vid svo góda stund thar til ég laumadi mér út á minni stöd. Sýnir hve metró er frábaert stadur til ad hözzla, haegt ad fara út thegar manni hentar án thess ad thad líti illa út.
Thetta dugdi nú samt ekki fyrr sama dag thegar ég var líka í metró (hafdi ruglast alvarlega á leidinn upp á rútustöd og fattadi ekki fyrr en eftir fimm stödvar ad ég var ad fara í vitlausa átt, thurfti thví ad snúa vid og fara allt til baka, asni!!!) og madur nokkur horfdi adeins á mig thar sem ég stód tilbúin ad fara út. Madurinn fór svo út á sömu stöd og gekk nánast vid hlidina á mér en tók sig svo á tal vid mig. Hann sagdist hafa séd mig kvöldid ádur í Aluche, ad ég hafi líklega verid á leid í partý med vinahópnum mínum. Ég horfdi stórum augum á manninn enda hafdi ég verid thar daginn ádur á leid í partý (vid vorum vel á minnst ekki einu sinni nálaegt Aluche) og hann sagdist hafa tekid eftir mér og langad ad tala vid mig en ekki getad né thorad thar ed hann thurfti ad fara med vini sínum og ég var jú med vinahópnum mínum. En honum thótti thad nú aldeilis heppni ad hitta mig og geta talad vid mig. Samskipti okkar voru reyndar af skornum skammti thar ed ég skildi ekki ord af thví sem hann sagdi og ég veit ekki hvort hann skildi mig. Einhverra hluta vegna gerdi ég thau reginmistök ad láta hann fá símanúmerid mitt (hugsadi ad ég fer hvort ed er heim eftir örfáa daga) og núna hringir madurinn sí og ae thrátt fyrir ad ég hafi bent honum kurteislega á í gaer, thegar ég svaradi símtali hans, ad ég hefdi engan tíma til ad hitta hann, vaeri afar upptekin vid prófundirbúning. Eflaust hefur hann ekki skilid thad...Kannski er ég bara asni ad druslast ekki til ad svara honum. Vid gaetum kannski gift okkur og átt gott líf í Nígeríu.