10.6.05

Lífshaetta?

Hér í háskólanum fer fram selectividad, sem er nokkurs konar samraemt stúdentspróf eda inntökupróf í háskóla, eftir thví hvernig litid er á thad. Thví eru faestir í prófum thessa dagana og fólk bara á bókasafninu ad laera. Utan vid bókasafnid, er aftur á móti hafsjór af litlum menntaskólaormum og í dag eru enn meiri laeti í theim en venjulega vegna thess ad í dag fagna thau prófalokum. Á túninu vid skólann má thví heyra trumbuslátt og laeti, ósköp gaman!
Thetta vaeri vitanlega ekki í frásögu faerandi nema vegna thess ad ádan gengum vid Hlíf fram hjá Pabellón B, sem er ein háskólabygginganna thar sem medal annars má finna tvo veitingastadi, banka, tóbaksbúd, apótek og ýmiss konar thjónustu fyrir háskólanema, thar med talid laeknisthjónustu. Einhverra hluta vegna er samt ekki rekinn sjúkrabíll fyrir svaedid (ekki thörf á thví) en ádan virtist einn öryggisvardanna hafa bjargad málunum og keyrdi sem vaeri hann sjúkrabílstjóri á ofsahrada upp ad byggingunni med grátandi og emjandi raudbirkna stúlku í farthegasaetinu. Stödvadi hann svo ökutaekid vid innganginn og tók stúlkuna (afar pen í vexti, faer greinilega ekki mikid ad borda heima hjá sér) í fang sér og bar inn í sjúkrathjónustuna. Thetta vaeri heldur ekki í frásögu faerandi nema vegna thess ad ég fór ad velta fyrir mér hvort staerd mín og ágaetismagn af thyngd myndi vaeri lífi mínu og heilsu haettulegt. Thá á ég ekki vid vegna thess ad ég sé líklegri til ad fá sykursýki eda hjartaáfall, ég held ad thad komi adeins sídar med meira áti, nei heldur vegna thess ad öryggisvördurinn hefdi aldrei getad borid mig einn svona léttilega inn til laeknisins og líklega myndi thad sama gilda thótt sjúkrabörur vaeru í bodi. Kannski ég aetti ad thróa med mér matarhatur til ad bjarga lífi mínu?