1.12.05

Afmælisóskir til litlu konu

Gærdagurinn var merkur, en dagurinn í dag er jafnvel merkari. SIGGA ER 22 ÁRA Í DAG! Elsku litla kona, til lukku með daginn, til lykke! (hún býr í Danmörku og er svolítið farin að gleyma íslenskunni). Hér heima munum við að sjálfsögðu halda daginn hátíðlegan, mamma var að langt fram á nótt í gær við að baka kransakökur og hún var að smyrja síðustu flatkökurnar núna rétt eftir miðnætti. Verst að sú stutta er ekki hér til að njóta veitinganna með okkur. Vonandi heldur hún samt upp á daginn á einhvern hátt í útlandinu. Megir þú eiga góðan dag, uppáhaldssystir.