22.12.05

Freyja SigurðardóttirUndur og stórmerki. Þrifum á herbergi mínu á Kleppsvegi er lokið. Margur hefði glaðst en tilfinningar mínar eru blendnar þar eð foreldrum mínum tókst ekki fyrr en nú að fá Freyju til þess að koma í minn stað. Til að gera langa sögu stutta þá hafa foreldrar mínir um tíma reynt að fá dömuna til að taka við hlutverki elstu dóttur sinnar. Deilir hún enda með móður minni áhuga á sænskum glæpasögum og danskri og finnskri hönnun. Svo er hún jú skyld föður mínum. Það sem stoppað hafði Freyju allan þennan tíma var ekki hið fína fæði sem hér er boðið upp á, smákökur og harðfiskur í öll mál, heldur húsnæðið. Ráðagerði er jú stærri en íbúðin okkar og herbergið mitt hefur jú verið í þvílíku drasli síðustu mánuði að enga lifandi veru hefur langað að búa hér. Nú varð bót á og því verður Freyja því nýja heimasætan hér á bæ. Ætli hún átti sig samt á því að nú er Sigga á leið heim og hún verður að keppast við athygli foreldranna? Framtíð mín er óráðin, ég á eftir að tala við ráðamenn á Seltjarnarnesinu til að kanna hvort við mér verður tekið. Kemur allt í ljós. Sjáið myndirnar af Freyju í nýju heimkynnunum.