21.12.05

Jólahreingerning

Ég er búin að taka í gegn herbergið hennar Siggu niðri og færa allt dótið sem ég átti þar upp. Núna er herbergið uppi eftir. Það var drasl í því fyrir en núna, eftir að ég flutti allt mitt hafurtask upp er eins og hér hafi fallið sprengjur. Það er drasl gjörsamlega alls staðar. Óska ég því eftir hjálp frá ykkur lesendum, komið í heimsókn og hjálpið til. Margt smátt gerir eitt stórt. Þitt framlag skiptir máli!