15.12.05

Nóttin er ung

Er það merki um það að þörf sé á að fara að snúa sólarhringnum til baka að koma heim úr Odda og mæta blaðbera Morgunblaðsins við útburð? Eða er það kannski bara merki um góða þjónustu? Kannski bara sitt lítið af hverju...Klukkan er 4.18 og ég gæti ekki verið meira glaðvakandi. Engin þörf á orkudrykkjum á þessum bæ.