30.12.04
Vivir así es morir de amoooooorrr...
Nú er hátídarhöldum í tilefni jóla lokid enda Freyja jólaálfur farin úr landi, stadrádin ad endurheimta farangur sinn í Brussel. Ferdalagid á flugvöllinn til thess ad skila henni heppnadist vel thar ed ég sá spaenskan leikara sem leikur í uppáhaldstháttarödinni minni. Hann var á leid med Spanair eitthvad út í buskann í fylgd myndarmanns og hundar. „It made my day" ad sjá hann thar ed mér finnst madurinn afar heillandi á einhvern sérstakan hátt, en thví midur sá ég hann ekki vel vegna sjóntruflana (migrenikast í uppsiglingu). Thetta var thví hápunktur dagsins thótt einnig hafi verid gaman ad sofa migrenikastid af sér, hengja upp thvott og borda ristad braud med smjöri (til thess ad koma maganum ekki í uppnám). Í kvöld aetla ég reyndar ad skreppa á De Cine ad hitta einhvern Thjódverja til thess ad raeda möguleg plön fyrir morgundaginn. Sjáum hvad kemur út úr thví. Á sunnudagskvöldid, held ég, fer ég svo til Frakklands í heimsókn til Klöru minnar. Góda skemmtun um áramótin!
29.12.04
??santiago de compostela
26.12.04
Jólakveðjur
21.12.04
Lasleiki
16.12.04
Óskemmtilegt -skrifad á fimmtudag-
Copenhague Sex Shop: Sr. Elías Portela (thetta útskýrir sig sjálft)
Devuélveme todo el dinero que me debes...YA (Borgadu mér aftur allan peninginn sem thú skuldar mér STRAX)
Tus hijos quieren conocer a su padre. (Börnunum thínum thaetti vaent um ad kynnast födur sínum)
15.12.04
Níu nóttum fyrir jól thá kem ég til...
Annars hef ég frá litlu ad segja. Ég svaf lítid vegna thess ad ég festist algjörlega í lestri bókar (sem ég er ad lesa fyrir skólann, hefur thetta komid fyrir einhvern? ótrúlegt fyrir mig) og vegna thrálátra hóstakasta. Í málvísindatímanum bad ég saeta unglambid um adstod sem hann veitti gladur og svo fór ég í setningarfraeditíma. Ég veit ekki hvort ég hef talad ádur um hópinn sem er í theim tíma og ödrum til. Laetin í theim eru óendanleg. Fyrir stúlku sem kemur í skólann á morgnana úldin og med thá thrá ad heyra thad sem kennarinn segir (ekki kannski thrá en...) eru thessir tímar hraedilegir. Thau tala endalaust og spyrja svo endalausra heimspekilegra spurninga í setningarfraedi! Já...ótrúlegt en satt! Í dag hefdi ég betur skrópad thar ed fram fór kosning fulltrúa í skólarád eda álíka. Enginn vildi bjóda sig fram og fyrrum fulltrúi taladi illa um starfid og laetin voru óendanleg. BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA! Týpiskir hávaerir Spánverjar. Ég fékk á endanum ad kjósa (skil ekki hvers vegna thar ed ég er í morgum mismunandi hópum) og slapp svo út úr tíma mátulega of seint til ad ná ad svara theim sem reyndi ad hringja í mig frá útlöndum. Framundan eru tveir tímar, fyrst spaenskunámskeid fyrir útlendinga sem ég er nýbyrjud á og svo spaenska í tengslum vid önnur mál, og svo aetlum vid Clarisse og Klara vinkona hennar ad horfa á Cartón spila fótbolta.
14.12.04
Slétthærð fyrir slysni
Í gaerkvöld fór ég svo á flamencosýningu. Einn af ESN-strákunum er sonur kennara vid einhvers konar listdansháskóla og útvegadi mida á sýninguna fyrir áhugasama. Fór ég ásamt honum, spaenskri vinstúlku hans og thremur Ítölum ad sjá thessa líka flottu dansara. Mjög gaman! Eftir sýninguna var ég eitthvad aest og ég held ad ljóskan sem Clarisse er ad deita og vinkona hennar sem er í heimsókn hafi ekki mikid álit á mér eftir ad hafa hitt mig í gaer eftir sýninguna. Aetli listvidburdir hafi venjulega thessi áhrif á fólk? Annars er ég ad hugsa um ad fordast Ítali í framtídinni. Fyrir utan fordóma mína thá lídur mér illa í návist margra theirra vegna risavaxtar míns. Í gaer var ég höfdi staerri en allir thrír Ítalirnir, strákurinn medtalinn. Mér leid eins og adalrisabrussu borgarinnar.
13.12.04
Gleði í desembermánuði
Án efa má finna fólk sem thrátt fyrir stórborgarstressid syngur jólasálma út desembermánud. Í húsi nokkru vid Sólartorg er samt annad uppi. Lola, frönsk vinkona mín sem thar býr, sagdi mér í partýi á laugardagskvöldid ad hún og stelpurnar, sem hún býr med, thjáist thessa daganna af biturd af versta tagi sökum sambandsslita, framhjáhalds og annars konar vonbrigda med karlpening thess lands og annarra. Af thessum sökum er uppáhaldslagid theirra thessa dagana: ¡CHICOS CABRONES! sem á módurmálinu ylhýra gaeti útlagst: Strákar eru hálfvitar. Ég vidradi thá hugmynd vid íbúdarfélaga minn (Jordi nánar tiltekid) ad vid myndum taka upp thennan sid en pilti leist ekki á.
9.12.04
Fyrsti dagur í nýrri skólaviku
Annars er thad staerri frétt ad vid Clarisse sáum Fran69 aftur og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Eftir IKEAferdina hringdi Clarisse nefnilega í mig í ofbodi til ad segja mér ad skunda af stad, ferdinni vaeri heitid á GINOS, Fran69 vaeri á vakt thetta kvöldid. (Hún býr rétt hjá og fylgist thar af leidandi med). Ég var frekar södd en fór nú samt á stadinn og var leidd beint ad bordinu thar sem Clarisse og Klemma vinkona hennar sátu. Fran69 var í essinu sínu, aldrei fallegri. Ég á ekki ord til ad lýsa manninum en ég bendi tilvonandi gestum mínum; Elíasi, Freyju, Hlíf og Evu (er thad ekki?), á ad GINOS í Hortalezagötu mun ekki fram hjá ykkur fara. Thid hin sem ekki enn hafid ákvedid ad koma í heimsókn, hugsid ykkar gang. Fran69 er líkur Gael García Bernal bara fallegri og med mjööööög lögulegan afturenda.
Ég er alltaf ad fá einhver „invitation" í SMS sendingadótarí. Getur einhver útskýrt fyrir mér út á hvad thetta virkar? Ekki hef ég enn fengid SMS gegnum thetta fyrirbaeri.
8.12.04
IKEA óóó IKEA
Annars var thetta gód helgi ad mestu leyti. Reyndar fór í taugarnar á mér ad ETA skyldi vera ad sprengja út um allar trissur og hóta á enn fleiri stodum. Clarisse thurfti ad flýja í hús vina sinna á mánudagskvoldid thar sem ETA hafdi hótad rétt hjá stadnum sem hún býr á. Loggan sagdi vid hana ad hún maetti alveg fara heim til sín, en thad vaeri sko á hennar ábyrgd. Ekki snidugt thad.
*******************************************************
No me apetece hacer una traducción en español pero voy a escribir algo para que pobre Clarisse y otros interesados puedan entender algo. La verdad es que no tengo nada de contar, nada que Clarisse no haya oído antes. Otro día...
6.12.04
Nytt blogg
www.flugfreyr.blogspot.com
3.12.04
Háhradafaersla -leiðrétt-
1.12.04
Kaldur kalkúnn
Allt og ekkert
28.11.04
Myndir
Ginos
26.11.04
Fordómar
24.11.04
Ferdasaga?
Leftovers
„Todas las chicas guapas y con cerebro están ya conquistadas.”
Bara svo ad thid vitid thad, kaeru einhleypu vinkonur!!! Ég vard pínu reid...
HOLLENDINGURINN
Ég: „¿Estáis esperando?" (átti vid hann og adra stúlku)
Hann: „Nooooo".
Thetta er án efa framför í okkar sambandi.
17.11.04
Húsreglur
2. Loka stofuhurdinni ef karlmadurinn á heimilinu situr í stofunni, annars kemur kuldi inn.
3. Ganga í vatnsheldum fotum. (V/haettu á vatnsstrídi)
4. Passa upp á ad enginn komist í gemsann thinn.
5. Hafa alla undir dulnefni í símaskránni í gemsanum.
6. Loka inn í herbergid sitt til ad enginn sjái draslid.
7. Hugsa fallegar hugsanir um aepandi barnid í naestu íbúd, krakkinn er hraedilega saetur.
8. Ekki vera hraeddur vid hunda og thá sérstaklega ekki risavaxna hvíta úlfhunda.
9. Vera hrifin(n) af kínversku veggskrauti og speglatísku frá áttunda áratugnum.
10. Ganga í inniskóm og hlýjum fotum.
11. Hafa ávallt eyrnartappa handhaega, thá sérstaklega their sem vidkvaemir eru fyrir hávada.
12. Ekki segja "so" í stadinn fyrir "así que".
16.11.04
Tilvistarkreppa?
15.11.04
Saelgaetisfíkn
Alls stadar
12.11.04
Myndir frá Madrid
Einnig gled ég hjörtu einhverra, vona ég, med linkunum sem mér tókst einhvern veginn að troða inn á síðuna. Thar má finna fjöldann allan af nýjum linkum, meðal annars link á efni frá Kjartani, áhugavert nokk.
Í gaer var dagur skráningar. Ég hafdi alltaf litid á thennan dag sem upphaf laerdóms, ad ég myndi reyna ad drullast til ad laera frá og med thessum degi. Ég sé thad ekki alveg gerast og hef raunar góda afsökun. Ég gat ekki skráð mig. Thrátt fyrir ad vera med alla pappíra í lagi og ad hafa bedid í röd í rúman hálftíma gekk thad ekki upp. Thad hafdi nefnilega einhver skrád sig á mínu númeri í laeknisfraedi. Kannski ég aetti bara ad skipta um fag? Hér virdist audveldara ad komast inn í laeknisfraedi en heima.
Gaerkvöldid var ágaett. Maturinn var drifinn ofan í fólkid á methrada til thess ad maeta ekki allt of seint á De Cine. Ad sjálfsogdu var thad algjor ótharfi en thad er búid og gert. Stemmningin thar á bae var baerileg; spaensk stúlka kynnti mig fyrir fraenda sínum og lét mig tala rétt eins og hún hafdi gert vikuna ádur vid kaerastann sinn, aðdáandi Clarisse spurði frétta af henni og virtist sakna hennar sárt og hitinn var mikill, sérstaklega í samanburði vid skítakuldann úti. Ég held ad helgin verði róleg, gamlar konur tharfnast hvíldar endrum og sinnum.
11.11.04
Ný tónlist...
10.11.04
Bloggaeði
Nýtt útlit
Hjálpadu mér upp....ég get thad ekki sjálfur...
6.11.04
Fréttir úr hórustraeti
4.11.04
Hjálp!
3.11.04
Töff -engin spurning-
Annars var ég í Sevilla um helgina og skemmti mér konunglega. Thetta var ferd skipulogd af Erasmusnemendafélaginu svo ad andrúmsloftid var afar althjódlegt. Vedrid var leidinlegt en thad gerdi ekkert til. Haldid var stórt partý á báti sem sigldi med okkur um Guadalquivir, fyrir thad botellón, dómkirkjuskodunarferd, Alcazar, partý á heimavistinni, út á diskótek og svo var komid vid í Córdoba á leidinni heim. Maeli med arabíska veitingastadnum rétt hjá moskunni, thjónninn er rooosasaetur!
Ad enn odru. Ég vil fá jólagjafaóskalista frá ykkur, takk. Gjafirnar verda ad vera mjog léttar.
27.10.04
Töff eda ekki?
26.10.04
Fúff
Ferdasaga eda ekki?
15.10.04
Háskóli skástrik menntaskóli
Eftir um thad bil tvaer vikur í Autónomaháskólanum hef ég komist ad odrum sannleik. Starfsfólkid er margt hvert óhemju fordómafullt fyrir útlendingum og adrir eru bara hreint og beint dónalegir. Ég hef lent í ordasenu vid skúringakonu sem var mér afar reid fyrir ad hafa pissad á klósetti sem hún var ad thrífa (galopid inn á salernid by the way og engin merki um ad ekki maetti nota thad) og konan í matsalnum er alltaf reid vid mig út af einhverju; ég tala of lágt eda bid ekki um allt á sama tíma. Strákurinn í tolvustofunni er svo sem ekki reidur, hann er bara leidinlegur. Í dag fór ég svo í upplýsingar til thess ad spyrjast fyrir um Erasmusumsóknaumslog í heimsku minni og madurinn sagdi vid félaga sinn ad ég vaeri ad spyrja um Erasmusumslog, thad vaeri nú ekki skrítid, ég liti sko út eins og líklegt fórnarlamb í thad. Thetta er léleg thýding en HVAD SKIPTI THAD MÁLI HVORT ÉG LÍT ÚT EINS OG ÚTLENDINGUR EDA EKKI? Afsakid hástafina. Ég er bara nokkud sátt vid ad líta út eins og Íslendingur (eda Íri) en ekki Spánverji. Ótharfi ad raeda thad eitthvad. Ég er kannski ad oftúlka en mér finnst vidmótid hér ekki sérlega skemmtilegt.
13.10.04
Brúarhelgi
8.10.04
Af baggalutur.is (lásud thid líka baekurnar hans?)
Faelni
7.10.04
Útlendingur
6.10.04
Kennsluleysi
2.10.04
Sol og sumar
29.9.04
Fréttir úr hórustraeti
26.9.04
Kóngsins Kaupmannahöfn
21.9.04
Gleði helgarinnar
20.9.04
15.9.04
Samkvæmi
14.9.04
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld
8.9.04
Hjálp!!!
7.9.04
Óður
Leiðindi eða notalegheit
6.9.04
Framtíðin ráðin
12.8.04
Sumarleyfi erlendis -faersla 1-
27.7.04
Áhugasviðspróf
21.7.04
júlífærsla
3.7.04
Talandi um fall sökum fíknar
2.7.04
Fíkn getur orðið að falli
1.7.04
23.6.04
Páll Heimisson
20.6.04
18.6.04
Cambios
Hæ, hó og jibbíjei og jibbbíííííí jeeeii
15.6.04
sur sur sur
14.6.04
Sumarstarf -tímabundið-
1.6.04
30.5.04
Eftir leikhúsið héldum við systur í afmælisboð til Valgerðar (Til hamingju með daginn, Valgerður!) þar sem fjöldi gesta hafði safnast saman til að fagna þessum sérstaka degi. Ég skemmti mér vel við kjaftaskap, magadans og bananabrauðsát en við héldum svo nokkrar af stað niður í bæ. Hvítasunnudagur er í dag svo að flestallir skemmtistaðir lokuðu klukkan þrjú. Við létum það samt ekki á okkur fá og reyndum að njóta þeirra fáu mínútna sem okkur buðust, kíktum á Prikið og 11 (ellefu) og gengum svo aðeins um. Ég held ég hafi sjaldan séð/hitt svona marga sem ég þekki/kannast við á jafnstuttum tíma. Við hittum auðvitað tvo nordjobbara og „tvíburabróður” annars þeirra, Auði, Kollu, Pétur, sá rassapönka, Vesturbæjarrollinga og einn þriðja af árganginum mínum í Langholtsskóla. Og já...ég hitti líka gamalt blint stefnumót, allt Auði að þakka. Ég er ansi hrædd um að dagurinn í dag verði ekki jafnviðburðarríkur. Á eftir þarf ég að fara að vinna, ætla að þvo þvott og laga aðeins til. Fúlt...:(
Perdí la boda del príncipe español. Aquí no lo pusieron en la tele pero mi madre (una adicta a la televisión) la encontró en la televisón danesa creo y lo vio. Según ella llovía tanto que tuvieron que llevar a la pareja en coche en vez de dejarles cruzar la manta roja. También me dijo que plantaron áboles en los lugares de los atentados en Madrid, la misma cantidad de árboles que víctimas. A mí me gustaría ver algo de esa boda...¿alguien la grabó?
18.5.04
12.5.04
11.5.04
Litháen: Flott hvernig þau eru eins og á hlaupabretti í myndbandinu en það nægir ekki til að mér líki sérstaklega vel við lagið.
Albanía: Dansinn í myndbandinu er eitthvað það hlægilegasta sem ég séð og ég vona og krossa fingur að þau verði með sama „show” á miðvikudagskvöldið. Lagið er fínt og stelpan sem syngur góð. Gæti komist áfram, vona það!
Kýpur: Flott lag! Ætli stelpan sé að syngja um ís?
Makedónía: Æi ég veit ekki...ekki alslæmt en ekki mjög gott heldur. Þarfnast kannski meiri hlustunar.
Slóvenía: Æi nei.
Eistland: Mjög þjóðlegt og að vissu leyti skemmtilegt en eitthvað vantar.
Króatía: Nei, nei, nei!
Danmörk: Fjörugt og skemmtilegt, kemst örugglega áfram. Serbía og Svartfjallaland: Flott lag en kannski ekki nógu poppað til að komast áfram.
Bosnía: Fyndið lag sem hentar ágætlega til dansæfinga.
Holland: Hugljúft og bara nokkuð ágætt.
10.5.04
FINNLAND: Þrátt fyrir geysilegan kynþokka söngvarans þá segi ég nei. Þetta er álíka leiðinlegt lag og flest finnsku júróvisjónlögin og kemst örugglega ekki áfram á lokakvöldið.
HVÍTA RÚSSLAND: Aldeilis kraftur í þessu lagi en ekki til að komast áfram, þetta er of skrítið til þess.
SVISS: Þetta er svo lélegt lag að það er hlægilegt.
LATVIA: Ég viðurkenni að þetta er ekkert stórkostlegt lag en ég fíla það pínulítið.
ÍSRAEL: Frekar flott hjá karli en spurning hvort það kemst áfram. Á það alveg skilið.
ANDORRA: Þetta er í dálitlu uppáhaldi hjá mér, kannski af því að mér finnst gaman að heyra lag á katalónsku. Vonandi kemst þetta áfram.
PORTÚGAL: Ágætt, bærilegt, en efast um að það komist áfram.
MALTA: Skemmtilega öðruvísi lag í Disneystíl sem kemst örugglega áfram ef höfrungarnir verða með á sviðinu.
MÓNAKÓ: Held þetta misheppnist og svo er lagið ekkert það sterkt. Samt áhlustanlegt.
GRIKKLAND: Fyrst fannst mér þetta lag frekar „pathetic” en Sigga lét mig hlusta á það um það bil hundrað sinnum og ég gat bara ekki annað en hrifist af sveiflunni. Kemst pottþétt áfram og líklega í Topp 10 á lokakvöldinu.
ÚKRAÍNA: Rosalega flott lag, mögulegur sigurvegari.
8.5.04
3.5.04
28.4.04
26.4.04
25.4.04
23.4.04
22.4.04
20.4.04
19.4.04
18.4.04
16.4.04
6.4.04
4.4.04
30.3.04
28.3.04
Darling, it seems that you belong in Gone with the
Wind; the proper place for a romantic. You
belong in a tumultous world of changes and
opportunities, where your independence paves
the road for your survival. It is trying being
both a cynic and a dreamer, no?
Which Classic Novel do You Belong In?
brought to you by Quizilla
Ég ákvað nefnilega að halda mig heima þessa helgi og flytja milli herbergja. Þetta reyndist talsvert meira verk en ég hafði haldið og því enduðu bæði kvöldin með því að ég lak í rúmið uppgefin af þreytu. (innskot ritstjóra: ýkjur) Annars vaknaði með mér pæling á laugardagskvöldið þegar ég reyndi að setja saman afmælisgjöfina frá pabba og mömmu, skáp úr IKEA: Hversu mörg hjónabönd ætli hafi rofnað vegna samsetningarvandræða á IKEA-mublum? Ég er handviss um að þau séu þónokkur. Sem betur fer á ég engan mann og ég plataði Evu bara til að hjálpa mér örlítið og vera þess á milli andlegur skemmtari. Þetta reyndist engu að síður hálfmannskemmandi. Ein skrúfan var of þykk í agnarlitla gatið sem henni var ætlað og það gekk ekki að setja hurðirnar á skápinn. Á endanum bað ég pabba að hjálpa mér aðeins en ég var orðin svo pirruð að ég hálfurraði á hann og gafst upp á endanum. Samt gerði pabbi auðvitað ekkert af sér. Ég velti bara fyrir mér hvernig fari með nýgifta ástarhnoðra sem ákveða að kaupa sér ný húsgögn í litlu íbúðina sína og eyða helginni í að setja saman húsgögnin sem koma í þessum líka handhægu flötu umbúðum. Þetta fólk ábyggilega drepur hvort annað. Niðurstaða mín er sú að það ætti að standa á flötu pökkunum að heppilegast sé að skrifa: Vinsamlegast vinnið ekki að samsetningu í pörum! Ég er reyndar sátt stúlka í dag, enda í nýju flottu herbergi með fallegan skáp sem stendur samansettur upp við einn vegginn og með Hulk uppi á honum. Get ég annað en verið kát?
25.3.04
22.3.04
18.3.04
15.3.04
11.3.04
9.3.04
3.3.04
Miðvikudagur, 25. febrúar:
Við Elías lögðum af stað allt of snemma eftir svefnlitla nótt. Það virðist vera regla hjá mér orðið að sofa ekkert nóttina fyrir flug og þar af leiðandi langar mig helst til þess að skjóta mig þegar vekjaraklukkan baular á mig í morgunsárið. Flugið gekk reyndar vel og mér tókst að sofa nánast alla leiðina. Við höfðum nokkra klukkutíma í Stokkhólmi. Ég reyndi að sýna Elíasi um en rataði ekki neitt. Reyndar rambaði ég á konungshöllina en þurfti að horfa á hana í langan tíma áður en ég staðfesti að um höllina væri að ræða. Við hittum svo Jonas sænska og fórum með honum á kaffihús og skoðuðum ljósmyndasýningu undir yfirskriftinni SPÁNN, mjög áhugavert. Alltaf gaman að hitta Jonas unga. Eftir að hafa dregið ferðatöskurnar um snjóinn í Stokkhólmsborg til að komast að höfninni og mæta aðeins of seint, hittum við danska hópinn og Norðmanninn og Svíana sem þeim fylgdu. Nokkrir myndarmenn með í hópnum. (lofaði að tala um sæta stráka). Kvöldið á bátnum var afskaplega fyndið. Við blönduðum aðeins geði við hópinn en fórum svo upp á diskótekið þar sem fjöldann allan af innflytjendastrákum á þörfinni var að finna. Ég hef satt best að segja aldrei séð annað eins. Eftir nokkur góð dansspor fórum við þreytt í háttinn í ogguponsulitla klefanum okkar.
Fimmtudagur, 26. febrúar:
Aftur þurftum við að vakna of snemma og skipta um fararkost. Við tókum nefnilega lest frá Turku til Tampere. Í Turku var allt snævi hulið og satt best að segja dálítið fallegt um að lítast. Danirnir byrjuðu strax í snjókasti, nokkuð sem þeir áttu eftir að halda áfram með það sem eftir lifði ferðar. Ég setti upp terroristahettuna og reyndi að sofa í lestinni og var ögn úldin þegar á leiðarenda var komið. Eftir langa gönguferð á hostelið þar sem línuskautahjólin undir ferðatöskunni voru reynd til hins ýtrasta, komum við okkur fyrir. Ég deildi herbergi með dönskum hrakfallabálki, tveimur íslenskum stelpum og tveimur Finnum. Það fyrsta sem við gerðum í Tampere var að heimsækja Hesburger, sem er nokkurs konar McDonald´s Finnlands. Ég er nú ekki svo hrifin af McDonald´s en jafnvel enn þá lítt hrifnari af Hesburger. Við fórum svo upp í mjög háan turn þar sem við gátum séð yfir alla Tampere-borg, eða hefðum að minnsta kosti átt að geta séð hefði skyggnið ekki verið slæmt. Danirnir héldu áfram í snjókasti. Um kvöldið fórum við í fyrsta gufubaðið. Þar var möguleiki á að baða sig í eins konar vök, fremur svalt. Það tók mig um það bil fjórar eða fimm tilraunir að dýfa mér alveg ofan í vatnið, fyrst dýfði ég tánum ofan í, svo óð ég upp að hnjám og á endanum smellti ég mér ofan í upp að höfði. Íííííííískalt! Þetta sama kvöld lékum við líka ýmsa leiki, reyndum að raða okkur upp í stafrófsröð og svo eftir augnalit, frá ljósasta að dekksta. Ég var með þriðju dekkstu augun á eftir tveimur af asískum uppruna. Mamma, ertu viss um að ég sé með íslensk augu? Varstu að dilla þér með Chi Vang?
Föstudagur, 27. febrúar:
Eftir morgunmat var ferðinni heitið á listasafn þar sem við skoðuðum finnska list frá ýmsum tímabilum. Nokkuð áhugavert barastað. Við vorum hreint og beint annað fólk menningarlega sem fór í gufubað rétt um hádegisbil. Saunan sem við heimsóttum í það skiptið var hreint út ekki slöpp, þetta var sú elsta í bænum, ef ég skildi rétt. Að sjálfsögðu varð heldur heitt í kolunum þarna inni svo að nokkrar stúlkur tóku til við að dreifa huganum með því að lemja hvor aðra með trjágreinum (!?!?!) en okkur Íslendingunum þótti það heldur skrítinn siður og fórum því frekar út og veltum okkur upp úr snjónum á heldur efnislitlum baðfötum. Rooosagaman! Svo kom líka blaðamaður sem jók enn frekar á frægð mína í Finnlandi. Hann tók myndir af mér í snjónum og svo tók hann líka viðtal sem birtist í finnsku dagblaði daginn eftir. Sem betur fer birti hann ekki strípilingamyndina af mér, bara aðra litla, heldur mynd af Brian strípihneigða frá Danaveldi og svitakettinum. Það var dálítið fyndið að sjá viðtal við sjálfan sig sem maður skildi ekki. :) Við borðuðum svo á víkingaveitingahúsi og eftir það fengum við um það bil 40 mínútna frítíma, sem ég eyddi ekki í neina vitleysu. Rokið var í H&M og á 20 mínútum tókst mér að máta og kaupa þrjár flíkur. Nokkuð vel af sér vikið það, ekki satt? Næst á dagskrá voru snjóleikir, við fórum í e-n sérfinnskan leik sem ég man ekki hvað heitir en fól í sér að kasta trékylfum í litla trjáhnulla. Nokkuð gaman! Enn skemmtilegra var samt að renna sér á snjóþotu niður mjööög bratta brekku. Nánast án undantekninga hélst maður ekki á þotunni niður alla brekkuna....rooooooosastuð! Kvölddagskráin samanstóð af áti, barferð og dansiballi. Dansað var dátt við ljúfa tóna sem kallaðir voru fram af miðaldra manni klæddum silfurlituðum jakka og með dökk sólgleraugu. Ekkert út á störf hans að setja en kannski dálítið skrítið að spila alltaf einhver helvítis vangalög á tuttugu mínútna fresti. Fólk varð bara væmið og dramatískt. Ætti að banna svona lagað.
Laugardagur, 28. febrúar:
Fúff, það var ekki ljúft að vakna til að fara á fund. Mér leið vægast sagt ekki vel eftir svefnlitla nótt og maginn á mér sneri öfugt. Við héldum engu að síður á fundarstað, Fredrik húmorsgóði, Brian strípilingur, Mikkel fjölþjóðlegi og ég og þar hittum við hina fundargestina, Freyju og nokkra Finna. Fundurinn var ágætur, en hádegishléið betra. Við fórum á ægilega fínan veitingastað og ég borðaði bærilega kjúklingakássu, sem læknaði næstum því magavandamál mín. Ég var satt best að segja frekar fegin þegar fundinum lauk um hálffimmleytið, ég var alveg dottin út og hætt að skilja sökum þreytu og tungumálavandkvæða. Ferðinni var næst heitið í saunu þar sem borða átti pizzu og fara í saunu. Hvort tveggja mistókst hjá mér. Pizzan mín kom ekki svo að ég fór með Miika hinum frábæra og Minnu múmín að kaupa pizzu, kom allt of seint til baka til að ná stelputíma í saununni og endaði svo bara á því að spjalla við aðra saunulata fram eftir kveldi. Á endanum fór ég svo heim á hótel með Norðmanninum, Freyju og Mikkel, við komum við á bar og fórum svo heim að spjalla...ég held ég hafi sofnað yfir spjallinu....
Sunnudagur, 29. febrúar:
Lokadagur Saunaexpressen, ferðin heim framundan. Farið var í gufubað í útjaðri bæjarins og fólk fékk tækifæri til þess að striplast dálítið meira, baða sig í ísvök og leggja lokahöndina á kvefið sem fólk ætlaði sér að fá er heim var komið. Ég var aumingi og baðaði mig ekki í vatninu. Ég fór í gufuna og tók svo til við að taka klámmyndir af öðrum þátttakendum, myndir sem bráðlega verða aðgengilegar á Netinu fyrir áhugasama. Eftir bærilegan hádegismat á veitingabúllunni Paprilla var hópnum skipt upp. Ég ákvað að skoða kirkjur ásamt öðru góðu fólki og gerði það og svo fórum við á kaffihús og ég fékk mér köku!!!! :) Lestarferðin var skemmtileg, ég kenndi Mikkel Dana íslensk blótsyrði og fleira og svo skelltum við okkur öll á djambátinn Isabellu. Kvöldið var skrautlegt, segi ekki meira og mánudagurinn 1. mars svo fullur af þreytu að ég eyði ekki einu sinni á hann sérfærslu. En á heildina séð, FRÁBÆR FERÐ!!!!!
18.2.04
17.2.04
You are Poetry. You are often the most emotional of the arts. You
are introverted, in that you tend to let people
come to you rather than trying to get their
attention. You get along well with Music and
Literature.
What form of art are you?
brought to you by Quizilla
Congratulations!! You're a smart sophisticated and
beautiful martini!!
What Drink Are You?
brought to you by Quizilla
Your man is King Aragorn (The rating takes place
below) Perhaps its because hes so world-weary but Aragorn
is upfront and honest with no time for mind
games. Hes attentive and devoted, as well as
sensitive to your needs.
The last 'WHICH LOTR GUY IS FOR YOU?' quiz you'll ever have to take UPDATED WITH BETTER PICS & RESULTS
brought to you by Quizilla