24.3.05

Enn a ferd

Ef folk haettir ekki ad spyrja mig hvernig i oskopunum eg geti verid endalaust a ferdalagi og annad i theim dur tha...uuu...geri eg eitthvad slaemt. Hotanir eru greinilega ekki "my thing".
Nu er ferdalagid ad styttast i annan endann en eg er reyndar alveg spennt ad halda heim til Madridar. Thar er alltaf nog ad gera og vedrid er vonandi enn tha gott. Reyndar eru thyskir vedurgudir i baerilegu skapi eftir rigninguna a thridjudaginn. I dag forum vid og skodudum slodir sjukrahussins i Svartaskogi, thad er stadinn thar sem thaettirnir voru teknir. Munid thid eftir thattunum? Eg er viss um ad mamma verdur graen af ofund thegar hun heyrir um ferd mina thangad.

23.3.05

Ferdalag

Sem stendur erum vid Palus i Thyskalandi og eins og piltur spadi tha vard eg strax astfangin af landinu. Hvort thad var fegurd Freiburg, rigningin eda nammibudin sem seldi Reese´s Pieces sem eg fell fyrir laet eg osagt. Get samt tekid fram borginni til enn frekari alitshaekkunar ad H&M-budin her er mjog flott, thurfti ad halda fast i mig til ad versla ekkert ad radi (keypti bara sokkabuxur). Thad var frabaert i Andorra, thar hittum vid skolafelaga ur Haskolanum, Sunnu, sem taldi okkur a ad stoppa eina nott og fara a skidi. Nuna er eg buin ad akveda ad setja skidi a oskalistann naestu ar, thad var aedislegt ad renna ser tharna i mjukum snjonum umkringd fallegum Andorrabuum (raunar eru vist flestir tharna fra Mallorca eda Argentinu en thad skiptir vist ekki mali).

17.3.05

Makamidlun

Ég hef lengi verid í vandraedum med ad ákveda hvad ég vil gera vid líf mitt. Alls kyns hugmyndir hafa komid upp í kollinn á mér, margar vitlausari en adrar. Mér hefur dottid í hug ad fara í vidskiptatengt spaenskunám, ad verda kennari, reyna ad komast inn í bladamannaháskóla eda ad verda nunna svo ég nefni eitthvad. En núna hef ég loksins fundid mína hillu. Reyndar fann ég mína hillusamstaedu fyrir mörgum árum thegar ég byrjadi ad reyna ad koma Óla bródur út. Ég reyndi ad fá margar stúlkur til thess ad líta hann hýru auga en ekki gekk vel. Eftir thetta hef ég reynt fleiri hluti en alltaf hefur illa gengid. Núna veit ég aftur á móti ad mitt svid eru samkynhneigdir. Ég aetla ad opna hjónabandsmidlun samkynhneigdra sem verdur med útibú í helstu hommaborgum heims. Nú thegar er ég ad vinna í fyrsta máli midlunarinnar...sjáum hvernig thad gengur.

15.3.05

El préstamo no juega conmigo

Vorid er ad koma sýnist mér. Eftir fimbulkaldan vetur sjá Madridarbúar fram á betri tíma. Ég geri thad líka en einnig svita og illa lyktandi og heitt metró. Thad var ljúft ad leggjast í sólina fyrir utan skólann í dag. Hitamaelirinn sýndi 24 grádur, thad er bara 26 grádum meira en í Reykjavík midad vid mbl.is. Eftir ad hafa legid í sólinni hélt ég nidur í bae á pósthús og uppgötvadi mér til mikilla vonbrigda ad nýju buxurnar mínar, bolurinn minn og bakpokinn voru hulin tyggjói. Óóóógedslegt! Their aettu ad leigja út sólstóla tharna vid háskólann til ad koma í veg fyrir svona slys.
Annars var spaenskur vinur minn og jafnaldri ad taka bílpróf í dag. Thad er rosalega fyndid hvad fólk er seint í thessu hér í landi midad vid heima...ef thad á annad bord tekur bílpróf. Kannski bara jákvaett.....

14.3.05

Gracias por palabras calientes hacia mi jardín

Ég thakka vinum og aettingjum kaerlega fyrir allar afmaeliskvedjurnar! Hátídahöld fóru vel fram hér í borginni og stódu yfir alla helgina. Nú thegar aldurinn faerist yfir hef ég sett mér nýjar lífsreglur:

1. Aldrei ad hringja til baka ef thú missir af símtali frá ókunnugu númeri.
2. Búa í stórri borg, milljónaborg er ekki nóg.
3. Ekki hella drykkjarföngum í hárid á vinum.
4. Halda mig frá H&M. (Ég vidurkenni ad hafa ekki stadid vid thessa reglu.)
5. Vera gód stúlka.

Annars er ég búin ad eignast minn Gandalf, eda réttara sagt vid Cla og Hlíf. Ef thid áttid ykkur ekki á hvad ég meina med Gandalf thá erud thid greinilega ekki nógu miklir Friendsaddáendur. Okkar Gandalf er ítalskur og heitir Gianluca. Hann var félagi okkar í samlokudansi og herbergi 122. Illu heilli er Gianluca farinn heim til Ítalíu en minning hans lifir medal okkar.

8.3.05

Dagur konunnar

Mér finnst frábaert ad eiga dag sem tileinkadur er mér en mér er spurn, eiga karlmenn líka slíkan dag? Thad er ég viss um ad margir kúgadir karlmenn vildu gjarnan eiga dag tileinkadan sér...
Annars sé ég núna ad thad er ekki gott ad skrópa í skólann. Ég maetti ekki á föstudaginn í tíma og vissi thví ekki ad í dag var frí í fyrsta tíma. Hefdi fremur kosid ad lúra heima í köldu herbergi mínu heldur en ad druslast af stad í lestina. Í kvöld er fyrirhugad ad hitta Gianluca ádur en hann heldur heim til Ítalíu, gaman gaman, hann er svo skemmtilegur.

7.3.05

Back from the bomb

Ferdin til Granada var skemmtileg en mér tekst seint ad toppa frásögn Hlífar af ferdinni svo ad ég bendi fólki á ad lesa faersluna hennar, ord mín verda fá. Ég get samt sagt ykkur ad ferdin var vel heppnud í alla stadi (alla króka og kima líka) og ekkert nema gledilegt um hana ad segja. Deila má um hverjir hápunktar helgarinnar voru, ég gaeti nefnt samlokudansinn fraega á tóma diskótekinu eda leitina ad bílastaedinu hjá Alhambra. Söngur (gaul) theirrar kanadísku í herbergispartýinu hjá augnatvíbura Hlifar á laugardagskvöldid sem og frábaerir tónar internetsáhugamannsins frá Austurríki í rútinni á leidinni heim (hann söng Sinatra). Mér fannst líka aegilega huggulegur gönguúrinn upp í Cartujaklaustrid med tónlist í ödru eyranu og sólina skínandi á kalt nefid á mér. Oj hvad ég er ordin vaemin!

Samgönguyfirvöld Madridar virdast hafa eitthvad á móti mér. Sökum brunans í Windsorturninum fyrir löngu sídan get ég ekki farid sömu leid og venjulega í skólann á morgnana, lestin sem ég tek stoppar ekki thar sem ég tharf ad stoppa einhverra hluta vegna. Í gaer reyndu yfirvöldin svo ad flaekja enn frekar fyrir mér lífid, ég gat ekki stoppad tharna og heldur ekki á nýja stadnum...allt í kaós svo ad ég endadi á thví ad taka billjón lestir til ad komast heim til mín. Sama í morgun. Hefdi ég ekki hitt Gianluca, herbergisfélagann úr Granada í lestinni hefdi ég örugglega öskrad af myglu. Vonandi kemst ég heim á edlilegan hátt á eftir. Wish me luck!

3.3.05

Mynd af strippara

Ykkur eflaust til mikillar ánaegju býd ég ykkur ad skoda mynd af stripparanum á Holiday Inn, sem Miika nádi af honum. Myndir frá helginni allri má svo finna á sídunni hennar Magdalenu.

Skemmtistadurinn Autónoma

Var ad spá ádan ad háskólinn hérna eigi satt best ad segja margt sameiginlegt med gódum skemmtistadi, thótt nafnid skemmtistadur skjóti ef til vill skökku vid. Thetta fór ég ad hugsa eftir ad hafa eytt matartímanum í ad glápa á par sem át hvort annad í hasskaffiteríunni í stadinn fyrir "menú con postre". Hér er thví ekki adeins haegt ad finna eiturlyf, áfengi og reykingar heldur líka kynlíf. Og ferd á klósettid er sambaerileg vid ferd á salernid á helstu skemmtistödum borgarinnar, thar er skítug og ógedslegt og naudsynlegt er ad taka med sér kleenex thar ed til undantekinga telst ef pappír er vid hlid apparatsins. Skil ekki hvers vegna ég djamma!

Á morgun fer ég í ferdalag til Granada med Erössunum. Sídustu fréttir herma ad thar sé snjór úti um allt. Hvers vegna í andskotanum ad fara til Andalúsíu ef thad er ekki einu sinni hlýtt? Ég verd samt bara ad bíta í thad súra epli ad ég valdi víst kaldasta ár sídan 1956 til ad fara sem Erass til Madridar.

1.3.05

Finnland (part 2)

Ég er komin heim til Spánar, loksins. Fluginu nádi ég med naumindum, thokk sé thví ad ég hitti Spánverja, sem tekid hafdi thátt í fyrri hluta aevintýrsins í Amsterdam, og elti hann. KLM er ekki sérlega ofarlega á vinsaeldarlistanum hjá mér. En ferdin var skemmtileg thrátt fyrir ad vera litud af mikilli og sífelldri threytu og svakalegum kulda. Vid vorum rifin á faetur eldsnemma á morgnana til ad leika úti í kuldanum, borda súkkuladi eda annad álíka skemmtilegt og svo skemmtum vid okkur fram á nótt. Hápunktur ferdarinnar ad mínu mati var raunar ekki hluti af dagskránni. Thad var thegar vid sáum mann sem stód inni í herberginu sínu á Holday Inn hótelinu, allsnakinn og taladi í símann. Vid sátum öll í straetisvagni fyrir nedan gluggann og horfdum upp, og vorum líklega ekki ein um thad, fólkid á torginu hlýtur ad hafa tekid eftir manninum. Madurinn taladi í símann, faerdi sig adeins fjaer glugganum thannig ad vid sáum betur allan líkamann og svo byrjadi hann ad teygja sig. Og hann teygdi sig meira og meira....og svo byrjadi hann ad sveifla litla manninum, sem raunar var ekkert sérlega lítill, sveifla og sveifla. Já, thad er alltaf skemmtilegt thegar einhver veifar til manns.

Eftir erfitt ferdalag langar mig helst ekkert ad ferdast á naestunni en ég er nú víst á leid til Granada á föstudaginn svo ad lítid verdur úr áformum mínum.

27.2.05

Finnlandsferð (fyrsti hluti)

Mér finnst sjálfri fremur leiðingjarnt að lesa nákvæmar lýsingum af ferðalögum fólks svo að ég hyggst ekki lýsa hverri mínútu ferðalagsins, frekar bara segja frá því spennandi. Sjáum hvort það tekst.
Ferðalagið byrjaði satt best að segja ekki sérlega vel, sökum mikillar snjókomu í Madrid (í fyrsta skipti sem ég sé snjólag inni í borginni) seinkaði fluginu. Spánverjar hrökkva jú í kút þegar byrjar að snjóa og vegna þess og vegna tæknilegra vandamála í flugvélinni komum við til Amsterdam um það bil hálftíma eftir að flugið þaðan til Helsinki átti að fara. Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á því að gista í hjónarúmi á Ibis hóteli, rétt við Schiphol, við hlið þrítugs Spánverja, Jaime að nafni. Sérkennileg nótt og einnig kvöldverðurinn með kínversk-spænsku hjónunum, spænsku konunni sem býr í Búkarest, Jaime hjásvæfu minni og finnska parinu. Jaime lýsti þessu vel, sagði þetta hafa verið eins og atriði í Almodovarmynd, algjörlega súrrealískt en ad sama skapi mjög skemmtilegt. Satt best að segja er ég of þreytt til að skrifa meira núna enda hef ég lítið sofið þessa helgina en síðar fáið þið að þjást yfir færslunum mínum...hohoh, heyra um Holiday Inn manninn og fleira. Un beso.

21.2.05

Threyta

Thetta blogg er ad verda svo leidinlegt ad ég rádlegg lesendum thess ad haetta ad skoda thad og kaupa sér frekar skemmtilega bók ad lesa eda taka videóspólu. Thetta blogg verdur bara svona dagbók fyrir mig.
Ég er farin ad hafa áhyggjur af thví ad ég sé á leid inn í tímabil svefnleysis, ég er haett ad geta sofid eins hraedilega mikid og ádur (ég segi thetta núna og sef ábyggilega fjórtán tíma í nótt). Thrátt fyrir thad ad vera hraedilega threytt svaf ég illa og er í dag eins og tuska í framan. Strákarnir sem hrópudu ad mér á leidinni í skólann voru heppnir ad vera á bíl, ég hefdi líklega lamid thá ef their hefdu ekki komist svona fljótt undan. Annars er ég sár út í Spánverja í heild fyrir ógedsleg ummaeli í metróinu á laugardagskvöldid. Thví midur (eda sem betur fer) heyrdi ég thad ekki enda ekki ad hlusta á samraedur ljótra fótboltastráka, en Klara sagdi mér hvad their hefdu raett, sem var mjög ljótt. Their héldu ad vid vaerum vitlausir útlendingar sem ekki skilja spaensku. Bara rétt thetta fyrrnefnda. Thad sem var fúlla var thad ad allt fólkid í kringum virtist ekkert kippa sér upp vid thad sem their sögdu, enginn horfdi á thá illu auga eda reyndi ad thagga nidur í theim. Nóg um thad...nenni ekki ad vera í fýlu yfir thví.
Á midvikudaginn legg ég land undir fót, fer til Finnlands. Vúhú...eitthvad til ad hlakka til! :)

20.2.05

Í klípu (samt ekki smjöri)

Aei, ég er nú meira fíflid! Ég baud nefnilega fólki í mat, gaman gaman, af thví ad ég ákvad ad búa loksins til pítsu. Thad vaeri ekki í frásögu faerandi nema vegna thess ad ég var of kraftlaus í gaer til ad druslast út í búd ad kaupa í matinn og núna sit ég heima hjá mér, nánast matarlaus og bíd eftir ad hungradir gestirnir komi hingad. Ég sé tvo kosti í stödunni:
a) Hringja í fólkid, afboda matarbodid og segja ad thad geti bara bordad heima hjá sér eins og edlilegt fólk.
b) Panta pítsu eda kínverskan handa fólkinu.
c) Fara út í kínabúd og leita ad einhverju aetu. Gestirnir verda bara ad láta núdlur med sojasósu, kexkökur og appelsínudjús á sídasta söludegi gott heita.
d) Ekki hringja í neinn en fara út, slökkva á gemsanum og koma ekki heim fyrr en lída fer á nóttina.
Kostur a) kemur ekki til greina. Thad er í haesta máta dónalegt og stúlka í minni stödu gerir ekki svona lagad. Kostur b) kemur ekki heldur til greina thar ed ég tími ekki ad panta mat handa svona mörgum, glaetan. Svo er d) enn thá meiri dónaskapur, sérstaklega thar sem ég bý úti í rassgati thannig ad ég er ansi hraedd um ad mannskapurinn verdi ad gera sér ógedsveitingar ad gódu.
Annars fórum vid í partý í Aluche í gaer, á sama stad og um áramótin. Thetta var threfalt afmaeli, finnskt, mexíkóst og thýskt og húsid gjörsamlega trodid af fólki. Lögreglan kom víst einu sinni eda tvisvar en allt fór nú vel fram. Nágrannarnir hafa bara ekki verid kátir med thann hávada sem skapast af hundrad manns samankomnum á 80 fermetrum. Vid fórum svo nidur í bae og dönsudum dálítid á Gran Vía. Lögreglan kom ekki thangad. Un beso, er farin út í kínabúd.

19.2.05

Ég er komin heim í heidadalinn..

Fúff, ferdin heim til Madridar gekk ekki eins og í sögu, nema ef vera skyldi spennusögu. Samansafn seinkana og stress yfir ad ná ekki tengifluginu í Kaupmannahöfn trufladi samt ekki blundana mína, ég svaf góda stund í bádum flugum og á Keflavíkurflugvelli. Verd samt ad vidurkenna ad ég var örlítid "nervus" ad fljúga í svona brjáludu vedri og ég var líka ogguponsulítid hraedd í leigubílnum á leidinni (leigubílstjórinn sem átti ad keyra mig á BSÍ var á leidinni til Keflavíkur og baud mér ad fara med fyrir minna en rútumidaverd) thar sem ekki sást milli bíla og vegurinn virkadi afar háll. Ég komst samt á leidarenda ad lokum og thad er fyrir öllu og í thokkabót var ferdin talsvert ánaegjuleg thar ed Björg Stebbamamma var flugfreyja, hún er svo indael.
Annars er skólinn byrjadur og ég enn thá óákvedin hvada fög ég aetla ad taka á endanum og hversu mörg. Finnsku 2 tek ég pottthétt og ég aetla líka ad reyna ad vakna snemma á morgnana og fara í sögu málvísinda hjá skemmtilega kennaranum. Planid er ad taka líka ordmyndunarfraedi og bókmenntafag sem fjallar um 27-kynslódina. Svo er spurningin hvad annad...kunningi minn maelti med einhverju sögufagi og líklega kíki ég á thad...annars er allt óljóst í bili.
Vid fórum út í gaer og thad var aldeilis gaman. :) Nenni ekki ad skrifa meira, aetla ad borda og fara út. Un beso.

17.2.05

Frábaerar fréttir

Ég komst í frábaert efni, MYNDIR AF SAETA HOLLENDINGNUM MARGUMRAEDDA!!!! Áhugasamir hafi samband vid undirritada og hún sendir um hael, sent verdur eftir rod beidna, fólk bedid ad sýna tholinmaedi.

14.2.05

Valentínusardagur

Vitrir menn segja mér að siðaskipti hafi þegar gengið í gegn hér á landi en sökum tengsla minna við kaþólsk ríki við Miðjarðarhafið skipa dýrlingadýrkunardagar eins og Valentínusardagurinn örlítinn sess í hjarta mínu, sérstaklega í dag þar sem ég fékk Valentínusarkveðju frá suðrænum vini (ekki nein ást þar á milli, bara vinakærleikur en ég er samt montin að hafa fengið kveðju á þessum degi). Ef ég tala beint út frá hjartanu þá finnst mér raunar afskaplega vitlaust að halda upp á þennan dag á Íslandi, ekki bara vegna þess að ég er bitur og eilífðareinhleyp heldur líka vegna þess að við höfum tekið upp nóg af erlendum siðum og eigum jú okkar eigin konu- og bóndadaga. Núna ætti ég kannski að vera sár yfir því að hafa engar ástarkveðjur fengið á konudeginum...ég er eiginlega farin í hring. ¡Andskotinn!
Annars vil ég þakka Jónasi nokkrum Magnússyni fyrir prýðilega veislu á föstudagskvöldið. Átti ég þar góðar stundir. Einnig vil ég benda lesendum bloggsins á þá hræðilegu staðreynd að Olsenbræðrum tókst ekki að sigra í dönsku forkeppninni á laugardagskvöldið og því mun rauðhært unglamb (háraliturinn eini jákvæði punkturinn) fara til Úkraínu og flytja hugljúft lag a la portuguesa. Ég óska honum alls hins besta. Að lokum vil ég þakka Gael García Bernal fyrir frábært framlag sitt til Bafta-verðlaunanna. Hann stóð sig eins og hetja í sætinu sínu, sat bara og var fallegur okkur áhorfendum til ÓMÆLDRAR gleði.

11.2.05

heima á landinu kalda

Ég er stödd heima á fróni og er ekki enn þá farin að venjast því að nota íslensku stafina. Það tekur mig auka mínútu að skrifa hverja línu. Ferðin heim gekk prýðilega, raunar fannst mér Iberiaflugið langtum þægilegra en Icelandairflugið (eru þeir ekki hættir að heita Flugleiðir?) og biðin á Kastrup var í góðu lagi þökk sé bókinni sem Freyja gaf mér í jólagjöf. Ég hafði raunar áhyggjur af því að magn heilhveitibrauðs sem ég snæddi á flugvellinum myndi fara illa í maga minn eftir ofát hvítra brauðlengja í Madridarborg. Það var ljúft að hitta fjölskylduna og frábært ad sofa aftur í lyfturúminu, borða flatköku og fara í langt heitt bað. Allt eins og ég bjóst við. Við Eva skelltum okkur svo í lúxusbíó í gær og höfðum það allt of gott. Mjög gaman! Ég verð andlaus í þessum snjó og kulda svo að ég held ég hætti núna, lesendum mínum til léttis.

8.2.05

No more crying...

Ég aetla ad haetta ad kvarta og kveina, ákvad thad eftir ad horfa á fréttirnar í spaenska sjónvarpinu í gaer. Fyrst var vitanlega löng frétt um fólkid sem dó í gaseitruninni nálaegt Castellon. Madur nokkur hafdi haldid veislu á sveitahóteli til ad fagna fimmtugsafmaelinu sínu og hluti gestanna, ásamt honum sjálfum, eyddi nóttinni á hótelinu. Fólkid hafdi farid seint ad sofa og vaknadi ekki aftur, fyrir utan tvo, afmaelisbarnid og konuna hans. Afmaelisbarnid á ad hafa sagst fremur kjósa ad hafa verid medal fórnarlambannna heldur en ad hafa lifad af. Átján manns thar. Hraedilegt!
Svo héldu fréttirnar áfram, talad var um par sem dó í bílskúr af kolsýringseitrun, konu sem var myrt af fyrrum eiginmanni og svo thar eftir götunum. Seinna um kvöldid í "Sucedido en Madrid" (=thad sem gerst hefur í Madrid), hélt thetta svo áfram, tvíburar myrtir, kona kyrkt, stelpa drepin og ég veit ekki hvad og hvad. Thad er nokkud ljóst ad thad tharf ad passa sig...ususs

7.2.05

Stelpukrísis (lesist adeins í leidindum)

Ég aetti nú ad fara ad haetta ad blogga svona mikid, thetta er allt svo hraedilega leidinlegt. Engin fögur loford um bloggfrí í bili samt. Thessi faersla er raunar adeins skrifad af thví ad Kaká er svo lengi í tölvunni. Kannski ég aetti ad tileinka honum hana?
Para Kaká, in memoriam (ok, óvideigandi)
Ég var ad spá hvad stelpur eru alltaf í thví ad pína sjálfar sig. Nú er ég ekki bara ad tala út frá eigin reynslu, heldur bara kvenfólkinu sem er í kringum mig. Thad virdast allir vera hálfmidur sín thessa dagana, ýmist bara almennt pirradir á lífinu og tilverunni eda út af einhverju (helvítis) strákastandi. Er ástaedan sú ad stelpur eru svo oft fullar af draumum (kannski bara vid fiskarnir?), hugsa hradar en hitt kynid og vita ekki hvad thaer eiga vid tímann sinn ad gera? Held ad thad sé svo í mínu tilfelli (nema kannski thetta med ad hugsa hradar, ég geri allt á mínum sniglahrada) ég leik mér ad thví ad kvelja sjálfa mig út af einhverju sem ekki er thess virdi ad paela í einu sinni. Hédan í frá vil ég vera sjálfstaed stelpa sem tharf ekki á ödrum ad halda til ad lifa af...(vá, ég er undir áhrifum frá ónefndu bloggi)...jú, reyndar mun ég alltaf thurfa á vinum mínum ad halda. Nú aetla ég ad vera kát, njóta lífsins (skrifa ritgerd) og fara heim til Íslands. Vúhú!
Annars stafa thessar thunglyndislegu faerslur eflaust bara af thví ad í dag er bolludagur og ég fae enga bollu. Heppin samt ad vera bolla sjálf...naga kannski á mér neglurnar í kvöld.

Ó, nei, ég elska thá...

I am nerdier than 9% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

La vida es una mierda (ekki sammála Jordi)

Fúff, ég er threytt og fúl núna. Ég var ad koma úr málvísindaprófi. Vonandi skreid ég. Prófid var fremur erfitt. Ad prófi loknu var ég algjörlega eftir mig en tókst samt ad skreidast upp á 3. haed til ad skoda einkunn í setningarfraediprófinu sem átti ad vera komin. Kannski sem betur fer var hún ekki komin. Ég datt naestum thví sökum thess hversu ég skalf í fótunum. Framundan er vinna vid ritgerd en einhverra hluta vegna fae ég mig ekki til thess ad byrja. Langar bara ad leggjast upp í rúm og sofa. Thad aetti ad banna mér ad taka próf klukkan níu á morgnana, sérstaklega thegar skólinn minn er uppi í sveit.
Til ad taka upp léttara tal thá hló ég nú talsvert í gaer thegar ég gekk fram hjá tveimur mönnum í götunni minni. Thad vaeri ekki í frásögu faerdandi nema vegna thess ad thegar ég gekk fram hjá theim í annad skiptid (til ad snúa til baka úr búdinni) heyrdist í theim: ¡Ahhh, rubia! sem á íslensku gaeti útlagst úúú, ljóska. Thegar ég kom heim rannsakadi ég hvort ég hefdi vaknad ljóshaerd thennan daginn og ekki tekid eftir thví en svo var ekki. Litblinda virdist vera alvarlegt vandamál medal karlmanna thessa lands.

4.2.05

Lík í Canillejas

Ég var ad enda vid ad farga tveimur líkum. Líkin voru af tveimur ungpöddum sem ég drap í aediskasti thegar ég kom heim úr midbaenum. Litlu pöddurnar, sem voru af kakkalakkategund, höfdu verid ad leik á gólfi badherbergis okkar en létu lífid nánast samstundis er adfarir gegn theim hófust. Blessud sé minning theirra!
Annars var adalfundur í menningarfélaginu Finnland-Chile-Ísland haldinn í gaerkveldi. Á dagskrá voru venjuleg adalfundarstörf og var sérlegur gestur fundarins Serge frá Puerto Rico. Fundargestir maettu mistímanlega, en áetladur fundartími hafdi verid settur kl. 22. Íslenskir thátttakendur maettu korteri of snemma, finnskir um kl. 22 en Chilebúar talsvert sídar. Fundarstörf fóru ad mestu leyti vel fram, undir lok fundar vard reyndar vart óaeskilegra gesta á fundinum (Ítalir) en med gódu samstarfi fundargesta raettist út thessari óvaentu uppákomu.
Naesta sem ég aetla ad segja frá er thad ad ég fór á Ginos ádan med Hlíf, Kaká og Klöru. Thar var enginn annar en Fran69 maettur á svaedid ad thjóna, fallegur ad vanda. Illu heilli var afar fjölmennt á stadnum (fraegd Frans er greinilega mikil) og thví fór ad Fran69 thjónadi í innri hluta stadarins (sem er í smáhaed) en vid sátum vid dyrnar. Engu ad sídur nutum vid/naut ég thess ad horfa á fallegan afturenda hans thegar hann gekk upp stigann mörgum sinnum og naerveru hans thegar hann slysadist nálaegt bordinu okkar. Slaemu fréttirnar eru thad ad Fran69 reykir og virdist hrifinn af áfengi thar ed mér sýndist hann vera ad sötra bjór (kl. 16 tsk tsk) en gódu fréttirnar eru thaer ad vid sáum hann í venjulegum fötum, afar smekklegum og sáum hann fara ofan í metró (eltum hann). Einnig uppgötvudum vid ad hann er med lokk undir nedri vör, gerir hann bara enn thá saetari og ad ég held ad hann sé frekar ungur, kannski bara rétt tvítugur. Lídur ykkur ekki betur ad vita thetta?

31.1.05

Minä pidän Madridista

Já, jafnvel thótt lífid sé fremur leidinlegt thessa dagana. Althjódlegt umhverfid gerir thetta allt skemmtilegra. Sem stendur hlusta ég á spaensku í ödru eyranu og slóvensku í hinu. Raunar skil ég ord og ord...rétt ádan sögdu stelpurnar "internet". Segid svo ad ég sé ekki sleip í slavamálum.
Í gaer horfdi ég á Goya-verdlaunin um leid og ég laerdi fyrir finnskupróf. Goya-verdlaunin eru, fyrir thá sem ekki eru inni í spaenskri menningu, spaensk kvikmyndaverdlaun, veitt árlega. Myndin Mar Adentro vann í fjórtán af fimmtán tilnefningum thannig ad thetta var vodalega lítid spennandi. Thad gerdi samt meira spennandi ad sjá myndina, pabbi hans Jordi kom nefnilega med hana til okkar í gaer thegar hann kom í heimsókn ásamt frú sinni. Spurning hvort hún átti óskarsverdlaunatilnefninguna skilid. Ég dádist líka af fegurd manna í leidindum mínum og uppgötvadi medal annars ad Zapatero, forseti ríkisstjórnarinnar, er barasta frekar myndarlegur karl. Eitthvad vid hann. Kaerasti Amenábar er líka saetur og eins einn af leikurunum úr Mar Adentro, nidri fyrir midju. Alejo ég-veit-ekki-hvers-son var líka á stadnum, glaesilegur ad vanda. Thann gaeja sá ég raunar í metróinu um daginn. Áhugavert, ekki satt?
Finnskuprófid gekk ekkert of vel en ég býst samt vid thví ad ná. Naesta próf er í suduramerískum bókmenntum og ég á eftir ad lesa miiiiikid. Best ad drífa sig heim og skella sér í lestur.

28.1.05

Livet er ikks sjovt lige nu (ekki lesa)

Ég er algjörlega ad mygla úr leidindum. Ad sjálfsögdu aetti ég bara ad druslast til ad laera almennilega í eins og tvo klukkutíma í stad thess ad vera ad thessu hangsi og thá verdur kannski mögulegt ad ná eins og einu prófi í naestu viku. Annars má fólk fagna, ég kláradi loksins fyrstu ritgerdina, bara thremur dögum á eftir neydaráaetlun (sem kom eftir ad allar adrar áaetlanir misheppnudust) og er byrjud á ritgerd númer tvö, sem er sú sídasta. Ég sé ekki fram á ad klára hana og geri thví rád fyrir ad skila einhverju uppkasti til kennarans sem vonandi sér aumur á mér, hendir verkinu aftur í mig og segir mér ad skrifa thetta betur. Kannski gefur hún mér bara fall strax.
Thad getur verid hundfúlt ad bá úti í rassgati. Núna á eftir tharf ég til daemis ad eyda einum og hálfum tíma í thad ad fara nidur í bae og skila einni bladsídu af glósum sem ég gleymdi ad skila thegar ég fór eins ferd sídastlidinn mánudag. Reyndar geri ég gott úr ferdinni, er búin ad hafa samband vid Kaká og fá hann til thess ad hitta mig en thetta er engu ad sídur tímaeydsla í metró. Thad vaeri áhugavert ad reikna út hversu löngum tíma ég mun eyda í helvítis almenningssamgongunum thegar allt verdur reiknad saman. Ábyggilega svona thrjár vikur. Fúff ég hef ekkert ad segja....

Reglur á prófatímabilum

Ég veit ad thessar upplýsingar koma á kolröngum tíma fyrir flest ykkar en ef til vill hafid thid thetta enn í huga thegar maí tekur vid med öllum skemmtilegu prófunum og thví sem enn skemmtilegra er, undirbúningnum. Eftirfarandi ber ad hafa í huga á próftímabili:
-Thú bordar aldrei of mikid af ógedslegum mat, svo lengi sem thú heldur maganum í saemilegu jafnvaegi. Saelgaeti, snakk, gos og annad í theim dúr er tilvalin faeda á thessum erfidu tímum.
-Flíkur sem fordast ber utan thessa tímabils eru ekkert nema flottar, má thar nefna íthróttagalla, leggings, Kvennahlaupsbolir og föt af íturvöxnum foreldrum.
-Gott er ad koma sér upp lista af bloggum sem gaman er ad skoda thegar vinir í raun svíkja med bloggleysi.
-Naudsynlegt er ad sofa upp undir tólf klukkustundir á sólarhring. Próflestur reynir á.
-Fordast ber líkamsraekt í miklu magni, slíkt tekur dýrmaetan tíma frá bókunum.
-Kaupa skal eyrnatappa, sérstaklega ef vidkomandi býr í húsi med nöldurseggjum sem alltaf eru reidir.
-Alltaf skal hafa í huga ad thad er rosalega haettulegt ad lesa yfir sig, aldrei er of varlega farid!

27.1.05

Lítid ad segja

Ég hef varla farid út úr húsi sídan á thridjudag og hef thví óskaplega fátt ad segja. Hápunktur sídustu tveggja daga var líklega thegar ég var rekin út úr hverfisbókasafninu eda thegar ég drap kakkalakkann. Annars langadi mig ekkert ad vakna, dreymdi svo fallega, í seinna skiptid kom margraeddur Nidurlandabúi meira ad segja fyrir. :) Ritgerd númer eitt er enn óklárud en ég er reyndar orlítid byrjud ad vinna í ritgerd tvo. Sjáum hvort thetta tekst.
Annars er thad ad segja frá Spáni ad páfinn er víst reidur vid Spánverja vegna thess ad verid er ad koma lögum í gegn um giftingar samkynhneigdra (ég thori ekki ad segja til um hvort lögin séu thegar komin í gegn, held samt ekki). Hann hélt einhverja raedu thegar Spanjólarnir komu í heimsókn og var hún túlkud á thennan hátt. Samkvaemt vedurspá átti ad dynja á okkur Spánarbúum mikid kuldakast. Samkvaemt fréttum gekk thetta eftir. Ég hef ekkert farid út svo ad segja thannig ad ég veit thad ekki. Sökum inniveru minnar missti ég líka af snjónum sem féll hér sídustu daga. Eins gott ad ég sjái snjó heima thegar ég kem eda í Finnlandi...

24.1.05

Hmm..

Toxic by Britney Spears
"It's getting late To give you up I took a sip From my devil cup Slowly It's taking over me " Ah, what's a year without breaking a few hearts? Literally.

Kemur ekki á óvart

You Are 16 Years Old
16
Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe. 13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world. 20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences. 30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more! 40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

23.1.05

Hún á afmaeli í daaag, hún á

afmaeli í daaaag, hún á afmaeli húúúún Hlíííííf, hún er 24 ára í daaaaag (váááááá!). Til lukku med daginn ungfrú Árnadóttir.

Sunnudagar geta verid erfidir

Fólkid í húsinu mínu virdist í thad minnsta ekki njóta dagsins til fullnustu, fullordna fólkid öskrar, stálpudu börnin líka og ungarnir grenja úr sér lungun. Samveran á frídeginum fer kannski eitthvad illa í mannskapinn. Mín vegna má lidid alveg haetta, ég aetti samt kannski bara ad vera thakklát fyrir tilbreytinguna frá thví í gaer thegar harmóníkutónlist dundi frá götunni.
Thad er ekki oft sem madur hittir einhvern sem manni líkar afar illa vid thrátt fyrir ad eyda adeins einni kvöldstund med vidkomandi. Oftast tharf ég, í thad minnsta, lengri tíma til ad uppgötva skítsedlid í fólki. Í gaer var raunin ekki sú. Ég fór í matarbod til Lisu Thjódverja en hún hafdi einnig bodid Juanma kaeróanum sínum, Lolu frönsku, Serge Puerto Rico gaeja og vini sínum nokkrum og samlanda sem vaeri ágaett ad kalla Blóma thar ed hann heitir Florian. Sjaldan hef ég hitt annan eins hálfvita. Í upphafi leist mér ekkert illa á kauda. Mér fannst stórlega fyndid ad hlusta á hann tala spaensku sem var blanda af andalúsískum framburdi (hann bjó í ástarhreidrinu Sevilla í ár) og nokkud sterkum thýskum hreim. Hefdi getad hlegid mig máttlausa. Thegar ég haetti ad paela í hvernig pilturinn taladi og hlustadi á innihaldid langadi mig til ad öskra. Fyrir utan fjölmörg karlrembuleg skot sem út úr honum láku thá vard ég helst reid thegar hann komst ad thví ad ég var íslensk og sagdist hafa kynnst fimm íslenskum stelpum í Sevilla árid ádur. Hann sagdi mér ad thessar stelpur hefdu verid svo fegnar ad vera í Sevilla af thví ad á eyjunni Íslandi vaeri jú ekki haegt ad stunda einnar naetur kynni, thar kaemust allir ad thví ef einhver vaeri med einhverjum. Svo lýsti hann thví yfir hvad stúlkurnar hefdu verid virkar í ástarmálunum, verid med einum tíu strákum á viku hver theirra, algjörlega flippad út. Ég var vitanlega kát ad heyra ad fólk er svona vel ad sér um ástandid á Íslandi, ad vid stundum engin einnar naetur kynni thar á ey, erum öllsömul hreinlynd sökum kjaftasagna og thess ad allir thekkja alla. Leidinlegra thótti mér ad heyra um meintan hórdóm stúlknanna. Án gríns, mig langadi til ad kýla gaejann en kunni ekki vid thad thar ed íbúdin var falleg og Lisa hafdi eytt tíma og kröftum í bordskreytinguna. Ég sagdi bara árangur stelpnanna lélegan, ég taeki yfirleitt 15 til 20 gaeja á viku og thyrfti thví ad fara snemma, einn bidi mín. Ef einhver er illa haldinn vegna skorts á einnar naetur kynnum á eyjunni köldu býd ég vidkomandi í heimsókn til mín. Kíkid til Spánar og sleppid af ykkur beislinu..eda beltinu.

21.1.05

1 klst og 55 mínútur

Já, thetta tókst henni. Blessud konan taladi stanslaust í thennan tíma. Eftirfarandi gerdi ég á medan:
-Paeldi í vaxtarlagi konunnar og hugsadi ad hún líktist ömmu ad vissu leyti nema ad hún er ekki med spjót.
-Kíkti á klukkuna svona áttathúsund sinnum.
-Sendi sms.
-Bjó til dagatal fyrir naestu mánudi, byrjadi á janúar og febrúar en í leidindum mínum komst ég upp í apríl.
-Glósadi.
-Gafst upp á ad glósa.
-Fiktadi í glugganum.
-Kíkti fimmhundrud sinnum á símann minn til ad athuga hvort einhver hefdi sent mér sms. (aettud ad muna eftir mér á ögurstundum sem thessari)
-Leit í kringum mig til ad athuga hvort ég vaeri eina sem vaeri á barmi thess ad éta af mér puttana úr leidindum.
-Skrifadi inngang ad ritgerd.
-Paeldi í klaedaburdi konunnar og talsmáta hennar.
-Örvaenti.
-Las sms. (Takk, Kjartan!)
-Örvaenti enn meira thegar hún sagdist aetla ad tala í fimm mínútur í vidbót.
-Kinkadi kolli áhugasöm thegar hún sagdist myndu senda okkur frekari upplýsingar um efnid í tölvupósti, vongód um ad hún myndi thá hleypa okkur út.
-Grét af gledi inni í mér thegar hún sleit tímanum.

Máltakan tókst greinilega ekki vel hjá thessari

hefur ábyggilega verid thad sem litlu Spánverjakrílin hugsudu í morgun thegar ég kynnti fyrir theim máltöku barna undir sex mánada aldri. Satt best ad segja gekk thetta ekkert sérlega vel, ef ekki hefdi verid fyrir konuna sem brosti áhugasom og kinkadi kolli hefdi thetta klúdrast algjörlega. Fólk hló samt ad aulahúmor í mér og einn strákur glotti mikid svo ad ég bad hann vinsamlegast ad haetta thví. Veit ekki hvort ég skoradi punkt hjá kennaranum med thví. Kennarinn thurfti svo ad útskýra eina tilraunina sem ég sagdi frá upp á nýtt til ad "todo quede claro". Ég hef líklega stamad mikid einmitt thá. Stúlkurnar sem „unnu” med mér komust baerilega frá sínu. Ekki thad ad mér sé ekki nákvaemlega sama og thá sérstaklega um thá sem fékk efnid afhent nokkrum dogum ádur án thess ad gera neitt.
Thetta er vel á minnst fagid sem mér gengur einna best í. Ég held ad ég tali ekkert um hin. Í dag er annars sídasti dagur thessarar annar og ég á adeins einn tíma eftir sem ég kvídi raunar hryllilega fyrir. Kennarinn baud nefnilega gestafyrirlesara ad spjalla vid okkur thessa vikuna og hún gerdi thad sídastlidinn midvikudag. Efnid er svo sem ekki óáhugavert en konan taladi og taladi, fullt af smáatridum, og svo haetti hún ekkert fyrr en tíminn var löngu búinn og meira ad segja kennarinn farinn. Hún heldur víst áfram ad spjalla í dag...nema ad núna hefur hún tvo tíma. Thad thýdir eflaust ad hún talar í thrjá.
Í gaer var veisla í hugvísindadeild UAM. Ég skildi ekkert í thví hvad veislan var róleg, thad er thangad til ég kom út og sá mannmergdina sem hafdi safnast saman úti á túni í góda vedrinu til ad daginn eftir ( í dag) vaeri nóg ad gera fyrir hreinsunarfólkid. ÓGEDSLEGA MIKID DRASL! Aei, ég er í fúlu skapi og aetla ekki ad deila thví enn frekar med lesendum mínum. Megi helgin faera ykkur ást og hamingju!

18.1.05

Nýr linkur

Ég bendi áhugasomum á nýja linkinn, sem ég var ad setja inn, á síduna hennar Helenu frá Finnlandi. Thar er ad finna fjoldann allan af myndum auk thess sem fraedast má um lífsferil stúlkunnar.

¡Hola!

Já, thetta var ordid sem ég sagdi vid draumaprinsinn hollenska (Jónas, thú hafdir rétt fyrir thér, audvitad er hann fullkominn) í dag fyrir utan tölvustofuna. Pilturinn var glimrandi fallegur ad vanda en hann heilsadi hálfdauflega á móti. Skyldi ástin vera ad dofna? Ég er ansi hraedd um thad...
Annars sé ég hálfpartinn eftir hördum ordum mínum í gard kakkalakkabarnanna. Ég hef aldrei verid spéhraedd á salerninu og jafnvel verid hrifin af thví ad pissa vid opna hurd en núna er ekki thörf á thví, ég hef félagsskap í badherberginu. Í morgun thegar ég sat á klósettinu fylgdist ég med thví hvernig gaeludýrid mitt trítladi yfir tannburstaboxid mitt (TAKK, Hlíf fyrir gód rád) og ímyndadi mér hvort kaudi hafi eitthvad farid í tannbursta íbúdarfélaga minna. Notaleg morgunstund, satt best ad segja.
Ég er enn thá södd sídan í gaer...púff...

17.1.05

Ofát

Úff, ég er ad kafna, ég er svo södd. Vid Kjartan og Clarisse (sem raunar var ekki sérlega svong og bordadi thví í hófi) pöntudum okkur tilbod aetlad fjórum til sex og bordudum upp til agna. Held thetta hafi dugad fyrir mánudinn. Engur lífsunadur thad sem eftir lifir af janúar.

Hvernig gat ég gleymt ad segja ykkur...

ad saeti Hollendingurinn heilsadi mér. Hann var sem sé ekki búinn ad gleyma samtali okkar sem var reyndar ekki merkilegra en thrjár setningar eda svo. Lífid leikur sko vid mig...(var ég búin ad segja ykkur ad ég held ad hann sé pottthétt samkynhneigdur?)...hann er meira ad segja staddur hér í hinni tölvustofunni.

Chicos cabrones

Stundum sjokkera ég sjálfa mig. Ég var ad enda vid ad lesa frétt á mbl.is um konu sem var sökud fyrir ad nota naudgunarlyf á karlkyns fórnarlömb sín. Fyrsta hugsunin mín var: ae gott hjá henni, thótt ég hafi nú ekki verid lengi ad koma til sjálfrar mín, ad sjálfsögdu er thetta ógedslegt. Mér er spurn, er karlhatrid í mér ordid svona sterkt og ég svo bitur ad haetta fer ad verda á thví ad ég taki til örthrifaráda? Maetti halda thad. Annars er svo sem ekkert ad frétta. Matarbodid heppnadist ágaetlega og maturinn smakkadist, thótt ég segi sjálf frá, rosalega vel, kjúklingur í möndlusósu. Eftir matinn skruppum vid adeins út, fórum í Chueca og svo á stad á Gran Vía, gaman gaman! Elías hélt svo úr landi á sunnudagsmorguninn. Í thetta skiptid fékk ég hvorki migrenikast né heiftarlegan magaverk á flugvellinum svo ad ég gat verid Elías örlítill félagsskapur. Kann einhver rád til ad fá kakkalakka burt úr húsakynnum? Ég er ansi hraedd um ad ég taka til minna ráda og framkvaema einhvers konar fjölamord á thessum kakkalakkabörnum sem eru ad vaxa úr grasi í badherberginu hjá mér. Kann hálfilla vid thad en ef til fae ég einhverja útrás úr thessu og tek ekki til neinna örthrifaráda á medan.

15.1.05

Á leid í heimahagana

Stórkvendid Alma Björnsdóttir, einn helsti fjárstyrktaradili minn vid nám í Madridarborg ásamt Hr. García Vermeulen hafa ákvedid ad taka sig saman og bjóda mér í stutta heimsókn til heimalandsins. Mun heimsókn thessi eiga sér stad í febrúarmánudi naestkomandi og vonast undirritud eftir ad hitta sem flesta íbúa eyjarinnar.
Annars er Elías staddur hér, hann kom í smáheimsókn thar ed hann var farinn ad sakna sjónvarps. Hér verdur hann ekki svikinn, gaedadagskrá spaensku sjónvarpsstodvanna sjá honum fyrir skemmtun. Innan skamms hyggst ég samt draga hann med mér út í súpermarkad ad kaupa í matinn enda von á hópi manns í kvoldverdarbod.
Í gaerkvold skelltum vid okkur út ad dansa salsa thótt á endanum hafi lítid ordid úr salsasporum, kannski vegna thess ad ég kann ekki ad dansa salsa, kannski vegna thess ad ég er svo lélegur dansari ad ég felldi einu sinni par í danstíma í leikfimi. Vid (Lisa, Clarisse, Cece, Kaká, Serge, Gernot og Lola) á annan stad og hittum svo Helenu, Kristof og fleiri og fórum á enn annan stad. Ósköp rólegt allt saman! Skemmtilegt thad!

14.1.05

Skólastud

Nú er loksins komid ad thví ad ég laeri eitthvad af viti, klóri adeins í bakkann ádur en ég dett kylliflot í gryfjuna. Vegna thess ad ég geri ekki annad en ad hanga í skólanum, á bókasafninu eda fyrir framan tolvuna hef ég frá vodalega litlu ad segja. Ferdirnar í og úr skóla eru jú áhugaverdar, um daginn lenti ég til daemis í thví ad mér var svo ad segja hent út af bekk. Bekkirnir í metróinu duga varla fyrir meira en fjóra rassa en einhver threyta hefur verid í thessari blessudu dömu thví ad hún ákvad ad skella sér milli mín og konunnar vid hlidina á mér, í pláss sem samsvaradi um thad bil hálfri venjulegri rasskinn sem olli thví ad ég datt út af bekknum. Thetta gerdist ekki eins hratt og thad hljómar en thegar ég horfdi á konuna thá var ekki einu sinni agnarskommustuvottur í andliti hennar. Svona getur metrólífid verid haettulegt. Í dag í metróinu taladi ég vid konu sem býr á haedinni fyrir ofan mig. Hún er frá Portúgal en daeturnar frá Spáni, sú elsta reyndar býr núna í London. Úff hvad líf mitt er spennandi um thessar mundir. Framundan hjá mér er vinna vid ad klára ritgerd um Sibelius, svo tharf ég ad skrifa fyrirlestur um hvernig born undir sex mánada aldri laera ad tala (tala eda oskra, vaela, grenja...veit ekki alveg med thetta) , enn adra ritgerd um eitthvad sem ég eiginlega veit ekki hvad er og svo thá fjórdu sem fjallar um tungumálaáhrif í Argentínu. Wish me luck!

10.1.05

Komin heim

og ordin taugaveiklud vegna thess ad lánasjódurinn var ad borga mér og sýndi afar mikla nísku. Ég sem hlakkadi til ad fá lánid greitt thví ad thá myndi ég kannski eiga örfáa aura milli handanna. Hefdi betur sleppt thví. Skilur einhver í thessu lánarugli? Thekkir engin(n) gódan milljónamaering sem vaeri til í ad styrkja mig í stad thess ad vera í thessu lánakjaftaedi. Ég er búin ad fá nóg! Annars var ferdin vel heppnud og gaman ad sjá heimkynni Clarisse, ¡GRACIAS CLARISSE Y FAMILIA! Ad mestu leyti snerist hún raunar um át og svefn (sérstaklega medan ad á bílferdum stód, thetta er eitthvad krónískt hjá mér). Ekki nóg med ad mikid hafi verid bordad og vel thá var fjöldi rétta ótrúlegur, sífellt einn í vidbót. Hámarki var nád í brúdkaupi sem mér var bodid í á laugardagskvöldid thar sem fjöldi rétta nádi held ég upp í átta. Sífellt var komid med meira, ég hélt ég myndi springa af öllum thessum ljúffenga mat. Undir lokin var ég farin ad svitna en ég kunni ekki vid annad en ad borda thar ed brúdguminn sat á móti mér og hvatti sífellt til áts, greinilega matmadur mikill. Held ad maginn í mér verdi lengi ad jafna sig eftir thetta og bragdlaukarnir enn lengur ad saetta sig vid spaenska matinn eftir thessa ferd.

2.1.05

Farin í ferð

Ad sjálfsögdu óska ég öllum naer og fjaer gledilegs nýs árs og vona ad fólk hafi slett úr klaufunum á gamlárskvöld. Mín áramót voru prýdileg, ég fór fyrst í matarbod til Marjo og Helenu frá Finnlandi og svo bordudum vid vínberin á Sólartorgi med Stebba og Gerra frá Thýskalandi. Vid fórum svo í smáheimsókn heim til hins sídarnefnda (til ad pissa) en endudum á thví ad dvelja heima hjá honum í dágóda stund í félagsskap indaels fólks sem var raunar afar sérkennileg samkunda. Eftir ad hafa hlustad lengi á Camilo Sesto inni á badherbergi thessari veislu (uppáhaldslagid mitt á geisladiski...og snidugt ad hafa graejur á klósettinu) fórum vid í annad partý nákvaemlega í hinum enda baejarins, hin fínasta veisla thótt ekki hafi ég thekkt marga thar. Svo var thar thessi ágaeti sófi sem ég svaf vaert í...gott til ad safna kröftum í langa metróferd heim í fylgd theirra finnsku. Er ad fara til Frakklands í kvöld. Ástarkvedjur!

30.12.04

Vivir así es morir de amoooooorrr...

Ég verd ad bidjast afsökunar á thví ad titillinn í faerslunni hér á undan kemur ekki rétt út á blogginu. Thetta var rosaflott med útlenskum stöfum en á blogginu kemur bara spurningamerki. Verdur bara ad hafa thad.
Nú er hátídarhöldum í tilefni jóla lokid enda Freyja jólaálfur farin úr landi, stadrádin ad endurheimta farangur sinn í Brussel. Ferdalagid á flugvöllinn til thess ad skila henni heppnadist vel thar ed ég sá spaenskan leikara sem leikur í uppáhaldstháttarödinni minni. Hann var á leid med Spanair eitthvad út í buskann í fylgd myndarmanns og hundar. „It made my day" ad sjá hann thar ed mér finnst madurinn afar heillandi á einhvern sérstakan hátt, en thví midur sá ég hann ekki vel vegna sjóntruflana (migrenikast í uppsiglingu). Thetta var thví hápunktur dagsins thótt einnig hafi verid gaman ad sofa migrenikastid af sér, hengja upp thvott og borda ristad braud med smjöri (til thess ad koma maganum ekki í uppnám). Í kvöld aetla ég reyndar ad skreppa á De Cine ad hitta einhvern Thjódverja til thess ad raeda möguleg plön fyrir morgundaginn. Sjáum hvad kemur út úr thví. Á sunnudagskvöldid, held ég, fer ég svo til Frakklands í heimsókn til Klöru minnar. Góda skemmtun um áramótin!

29.12.04

??santiago de compostela

Thessi title er stolinn...Fannst thetta flott letur. Hef ekki tima en vildi bara segja ad eg maeli ekki med Chamartinlestartstodinni. Eg thurfti ad bida i 45 minutur, fjandinn hafi thad. GRRRRRR...:/

26.12.04

Jólakveðjur

Ég óska lesendum thessa bloggs gleðilegra jóla og afskaplega mikillar farsaeldar á nýju ári. Einnig vil ég thakka vinum og vandamönnum fyrir fallegar sendingar og jólakveðjur. Takk, takk, you made my day! Thid sem saknid thess ad hafa engan pakka eda kort frá mér fengid kíkid á botninn á póstkassanum eda hafid samband vid póstmidstödina, Kleppsvegi 124 (s. 5534059). Starfsfólkid thar tilkynnti mér ad thar sé allt fullt af ósóttum sendingum. Hafid thad gott!

21.12.04

Lasleiki

Thad er varla ad ég viti hvad ég hef verid ad bauka sídustu daga, hef verid í hálfgerdu móki sökum hóstakasta. Svaf í naestum 24 klukkutíma med stuttum hléum eftir ad Elías fór (fyrirgefdu lélegar móttökur Elías og enn lélegri kvedjustund) en haetti mér svo út til ad kvedja Kaká og Klöru. Veit ekki hvort thad var gód hugmynd en thad var naudsynlegt til ad koma jólapökkunum til skila. Annars er jólafríid formlega byrjad hjá mér, fór í einn tíma í dag sem var sá sídasti. Vúhú! Nú hef ég endalausan tíma til ad sofa thessi veikindi úr mér. Vonandi tekst thad sem fyrst, ég sef lítid og íbúdarfélagar mínir álíka lítid thar sem ég hósta af svo miklum krafti. BööÖhö...

16.12.04

Óskemmtilegt -skrifad á fimmtudag-

Elías er vaentanlegur í dag en ég er satt best ad segja hálflasin. Ég vaknadi hress en í metróinu byrjadi ég ad hósta úr mér lungun. Er dálítid hraedd um ad thau hafi dottid úr milli Diego de León og Nuevos ministerios. Ef einhver finnur thau, vinsamlegast hafid samband í s. 678188188. Annars undirbjó ég komu Elíasar í gaer; tók örlítid til og útbjó spjöld til ad halda á thegar hann gengur út úr komusalnum á flugvellinum. Med hjálp Jordi bjó ég til eftirfarandi spjöld:

Copenhague Sex Shop: Sr. Elías Portela (thetta útskýrir sig sjálft)

Devuélveme todo el dinero que me debes...YA (Borgadu mér aftur allan peninginn sem thú skuldar mér STRAX)

Tus hijos quieren conocer a su padre. (Börnunum thínum thaetti vaent um ad kynnast födur sínum)

15.12.04

Níu nóttum fyrir jól thá kem ég til...

Athugulir taka eftir nýjum linki á sídunni minni, linki á sídunna hennar Júlíu, sem ég thekki raunar ekki neitt (hún er vinkona Thórunnar byltingarkonu og líka vinkona afmaelistvíburans sem var vinnufélagi minn í sumar). Ég set linkinn inn til ad ég sjálf muni eftir ad lesa bloggid sem er rosalega skemmtilegt. Maeli eindregid med thví!
Annars hef ég frá litlu ad segja. Ég svaf lítid vegna thess ad ég festist algjörlega í lestri bókar (sem ég er ad lesa fyrir skólann, hefur thetta komid fyrir einhvern? ótrúlegt fyrir mig) og vegna thrálátra hóstakasta. Í málvísindatímanum bad ég saeta unglambid um adstod sem hann veitti gladur og svo fór ég í setningarfraeditíma. Ég veit ekki hvort ég hef talad ádur um hópinn sem er í theim tíma og ödrum til. Laetin í theim eru óendanleg. Fyrir stúlku sem kemur í skólann á morgnana úldin og med thá thrá ad heyra thad sem kennarinn segir (ekki kannski thrá en...) eru thessir tímar hraedilegir. Thau tala endalaust og spyrja svo endalausra heimspekilegra spurninga í setningarfraedi! Já...ótrúlegt en satt! Í dag hefdi ég betur skrópad thar ed fram fór kosning fulltrúa í skólarád eda álíka. Enginn vildi bjóda sig fram og fyrrum fulltrúi taladi illa um starfid og laetin voru óendanleg. BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA! Týpiskir hávaerir Spánverjar. Ég fékk á endanum ad kjósa (skil ekki hvers vegna thar ed ég er í morgum mismunandi hópum) og slapp svo út úr tíma mátulega of seint til ad ná ad svara theim sem reyndi ad hringja í mig frá útlöndum. Framundan eru tveir tímar, fyrst spaenskunámskeid fyrir útlendinga sem ég er nýbyrjud á og svo spaenska í tengslum vid önnur mál, og svo aetlum vid Clarisse og Klara vinkona hennar ad horfa á Cartón spila fótbolta.

14.12.04

Slétthærð fyrir slysni

Thrátt fyrir lasleika og fögur fyrirheit um ad laera allan daginn ákvad ég ad skella mér í klippingu eftir hádegid í gaer. Á stofunni sem er stadsett svo ad segja í húsinu sem ég bý í, tók glottandi latínói á móti mér og tók kaudi vel í thá bón mína ad thvo á mér hárid og klippa. Piltur thvodi af mikilli leikni og nuddadi höfudid svo ad mér var nánast farid ad líka vel vid stofuna. Thegar hann byrjadi ad klippa haetti ég samt skyndilega vid. Klippingin tók um thad bil thrjár mínútur og fól í sér ad klippa beina línu nálaegt hárendunum. Sökum misskilnings hóf piltur svo til vid ad slétta á mér hárid (thad vita nú allir ad ég nenni aldrei slíku punti svo ad thetta var stór misskilningur) og leist mér svo sem ágaetlega á í upphafi. Pilturinn reyndar olli nokkrum brunasárum í hársverdi og á eyrum en thetta virtist allt ganga vel. Ég missti samt trúna thegar ég tók eftir thví ad thad rauk úr hárinu á mér thegar hann sléttadi med hárthurrkunni. Er thetta edlilegt? Útkoman var svo sem ágaet en ég legg slíkt ekki aftur á hár mitt né heldur höfudledrid.
Í gaerkvöld fór ég svo á flamencosýningu. Einn af ESN-strákunum er sonur kennara vid einhvers konar listdansháskóla og útvegadi mida á sýninguna fyrir áhugasama. Fór ég ásamt honum, spaenskri vinstúlku hans og thremur Ítölum ad sjá thessa líka flottu dansara. Mjög gaman! Eftir sýninguna var ég eitthvad aest og ég held ad ljóskan sem Clarisse er ad deita og vinkona hennar sem er í heimsókn hafi ekki mikid álit á mér eftir ad hafa hitt mig í gaer eftir sýninguna. Aetli listvidburdir hafi venjulega thessi áhrif á fólk? Annars er ég ad hugsa um ad fordast Ítali í framtídinni. Fyrir utan fordóma mína thá lídur mér illa í návist margra theirra vegna risavaxtar míns. Í gaer var ég höfdi staerri en allir thrír Ítalirnir, strákurinn medtalinn. Mér leid eins og adalrisabrussu borgarinnar.

13.12.04

Gleði í desembermánuði

Ég verd ekki sérlega vör vid mikinn adventufagnad hér í Madrid. Eflaust er thad bara thví ad kenna ad ég bý í stórborg og deili íbúd med tveimur manneskum sem eru fremur lítil jólabörn. Jordi segist ekki thola jólin og Dollý er ekki sérlega spennt fyrir theim ad thví er virdist, pantar víst stundum kínamat til ad fagna samt sem ádur. Eina jólaskrautid í íbúdinni er jóladagatal sem Jordi keypti sér í Thýskalandi og svo jólaljósin hjá nágrönnunum í íbúdinni vid hlidina á okkar. Satt best ad segja reyni ég ekki mikid ad koma mér í jólaskap, hef reyndar hlustad nokkrum sinnum á eina jólatónlistardiskinn sem ég tók med og er búin ad skrifa nokkur jólakort. Allt lítur samt út fyrir ánaegjulega hátíd. Fyrst kemur Elías jólasveinn í heimsókn med varning í poka sínum frá mömmu á Íslandi. Stuttu sídar er Freyja Finnlandsdrottning vaentanleg og hyggjumst vid fanga jólum med hangikjöti og hátídarbrag.
Án efa má finna fólk sem thrátt fyrir stórborgarstressid syngur jólasálma út desembermánud. Í húsi nokkru vid Sólartorg er samt annad uppi. Lola, frönsk vinkona mín sem thar býr, sagdi mér í partýi á laugardagskvöldid ad hún og stelpurnar, sem hún býr med, thjáist thessa daganna af biturd af versta tagi sökum sambandsslita, framhjáhalds og annars konar vonbrigda med karlpening thess lands og annarra. Af thessum sökum er uppáhaldslagid theirra thessa dagana: ¡CHICOS CABRONES! sem á módurmálinu ylhýra gaeti útlagst: Strákar eru hálfvitar. Ég vidradi thá hugmynd vid íbúdarfélaga minn (Jordi nánar tiltekid) ad vid myndum taka upp thennan sid en pilti leist ekki á.

9.12.04

Fyrsti dagur í nýrri skólaviku

Ég gleymdi ad segja frá thví ad ferdin í IKEA var ekki stórslysalaus. Mér tókst nefnilega ad klessa á kyrrstaedan vörubíl á leidinni út á metróstöd. Öxlin á mér verdur eflaust aldrei söm.
Annars er thad staerri frétt ad vid Clarisse sáum Fran69 aftur og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Eftir IKEAferdina hringdi Clarisse nefnilega í mig í ofbodi til ad segja mér ad skunda af stad, ferdinni vaeri heitid á GINOS, Fran69 vaeri á vakt thetta kvöldid. (Hún býr rétt hjá og fylgist thar af leidandi med). Ég var frekar södd en fór nú samt á stadinn og var leidd beint ad bordinu thar sem Clarisse og Klemma vinkona hennar sátu. Fran69 var í essinu sínu, aldrei fallegri. Ég á ekki ord til ad lýsa manninum en ég bendi tilvonandi gestum mínum; Elíasi, Freyju, Hlíf og Evu (er thad ekki?), á ad GINOS í Hortalezagötu mun ekki fram hjá ykkur fara. Thid hin sem ekki enn hafid ákvedid ad koma í heimsókn, hugsid ykkar gang. Fran69 er líkur Gael García Bernal bara fallegri og med mjööööög lögulegan afturenda.
Ég er alltaf ad fá einhver „invitation" í SMS sendingadótarí. Getur einhver útskýrt fyrir mér út á hvad thetta virkar? Ekki hef ég enn fengid SMS gegnum thetta fyrirbaeri.

8.12.04

IKEA óóó IKEA

Langthrád ferd í IKEA var loksins farin í gaer. Jordi, sem kvöldid ádur hafdi verid thónokkud spenntur, hálfneitadi ad fara thegar á hólminn var komid (reyndar ekki, thetta hljómar bara vel) en mér tókst á endanum ad lokka hann af stad í ég-veit-ekki-hvad-langa metró- og staetóferd. IKEA er augljóslega vinsaell áfangastadur og ég byrjadi fljótt ad idrast. Á endanum gengum vid búdina á enda (hún er raunar fremur ósnyrtileg í samanburdi vid IKEA á móti heimili mínu í Reykjavík) og ég keypti ekkert nema eitt stykki kerti. Eftir langa bid á kassa thar sem ég vard vitni ad thví thegar illraemdur Madridarbúi tród sér í rodinni fórum vid í "La tienda sueca" thar sem ég keypti ýmiss konar saenskt gódgaeti. Sé fram á gód jól ef ég klára ekki allan matinn ádur en Freyja kemur.
Annars var thetta gód helgi ad mestu leyti. Reyndar fór í taugarnar á mér ad ETA skyldi vera ad sprengja út um allar trissur og hóta á enn fleiri stodum. Clarisse thurfti ad flýja í hús vina sinna á mánudagskvoldid thar sem ETA hafdi hótad rétt hjá stadnum sem hún býr á. Loggan sagdi vid hana ad hún maetti alveg fara heim til sín, en thad vaeri sko á hennar ábyrgd. Ekki snidugt thad.
*******************************************************
No me apetece hacer una traducción en español pero voy a escribir algo para que pobre Clarisse y otros interesados puedan entender algo. La verdad es que no tengo nada de contar, nada que Clarisse no haya oído antes. Otro día...

6.12.04

Nytt blogg

Jordi er byrjadur ad blogga, reyndar a spaensku. Maeli eindregid med ad thid kikid a nyju siduna hans:
www.flugfreyr.blogspot.com

3.12.04

Háhradafaersla -leiðrétt-

Ég er geysilega svong og aetla thví ad skrifa afar hratt til thess ad ná ad fara á fíkniefnaveitingastadinn ad kaupa mér hamborgara. Hef svo sem ekki frá neinu sérstöku ad segja. Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir, á midvikudaginn fór ég bara í skólann og svo heim og horfdi á sjónvarp („Aquí no hay quien viva” er frááábaer tháttur) og í gaer fór ég í skólann og svo heim thar sem ég hitti Jordi og Önu. Ég fór med theim í göngutúr og vid Jordi fórum svo á Vips og ég fékk mini-pönnukökur...mmm...their hofdu greinilega tekid athugasemd mína frá thví um helgina alvarlega og staekkað thaer. Í gaerkvoldi fór ég svo med Kaká á Punto de Encuentro. Clarisse er veik og vid thurftum thví ad skemmta okkur án hennar. Ótrúlegt en satt thá gekk thad baerilega. Ég átti ágaetissamtal vid ímyndadan ástmann Clarisse sem bar fax sitt med tign og hitti Lisu og kæróann hennar sem er óskop indæll. Aæ...thetta er nú leiðinleg faersla....nenni thessu bulli ekki. Er farin í fimm daga frí...:)

1.12.04

Kaldur kalkúnn

Thad eru paelingar í gangi um ad fólkid sem vinnur á hinum morgu kaffistofum háskólans hérna sé fólk sem tekur thátt í einhvers konar endurhaefingarprógrammi eftir fíkniefnamedferd. Gamli thjónninn líklega ekki en ég er ekki ein um ad halda ad thessir ungu séu nýkomnir út. Maturinn sem their framreida er samt vel aetur, bara hálfleidinlegur. Thessi kenning mín útskýrir líka hvers vegna konan í stóra matsalnum er svona hrikaklega hvumpin, hún kannski thjáist af koldum kalkúni...(ok, veit ad thetta er órokrétt). Aetla ad skella mér nidur til theirra, kannski ég spyrji...

Allt og ekkert

Einhverra hluta hef ég verid ad paela í ástandi kvenna, thad er hvenaer konur eru eda aettu ad vera hamingjusamar. Hvad gerir konu hamingjusama? Er thad thegar hún er búin ad finna sér lífsforunaut sem hún er sátt vid? Eda thegar hún er búin ad laera thad sem hún vill? Jafnvel thegar konan naelir í draumastoduna? Er kannski naudsynlegt allt thetta. Ordtakid segir jú, allt er thá thrennt er eda eitthvad álíka. Svo vaeri haegt ad baeta inn barneignum. Er thad ekki draumur hverrar konu ad eignast afkvaemi? Ég held eiginlega ad ekkert af thessu skipti hofudmáli....aei, veit ekki hvert ég er ad fara....

28.11.04

Myndir

Bendi ykkur a ad nyjar myndir fra Sevilla ma finna a sidunni hennar Lisu. Thetta eru myndir sem Christian nokkur tok, prydilegar. Kikid a thetta!

Ginos

Eg held ad eg hafi talad um Ginos-veitingastadinn i Hortalezagotu einhvern timann. Clarisse for med mig thangad til ad syna mer (eda stolka) saeta thjoninn sem vinnur thar, madur sem likist Gael Garcia Bernal. Eg sa thjoninn i thetta eina skipti og var sidur en svo svikinn. Madurinn er afar fallegur og vid flissudum eins og smastelpur og glaptum a greyid allt kvoldid. Nokkru sidar forum vid aftur a stadinn en tha i fylgd Kaka. Illu heilli var saeti ekki a vakt (hann heitir raunar Fran og er thjonn numer 69) en annar thjonn sinnti okkur vel og heyrdi eflaust allt bullid sem upp ur okkur flodi. Til ad mynda vildi svo illa til ad hann var akkurat fyrir aftan mig thegar eg raeddi nariurnar minar (og syndi thaer orlitid ef eg man rett) og hann halfhlo ad okkur. Thessi madur, sem likist raunar Andresi Ramon, kennara vid HI, (veit einhver hvort hann a aettmenni i Madrid?) tok svo afskaplega elskulega a moti okkur sidastlidid thridjudagskvold thegar vid forum asamt Emilie i von um ad Fran69 vaeri ad vinna. Hann horfdi a okkur glottandi og sagdi svo "Thig thekki eg" og brosti. Madurinn glotti svo allt kvoldid eins og honum vaeri borgad fyrir thad. Hann thekkti ekki Clarisse, sem stundar stadinn miklu meira en eg.....neeeei...eg er andlit stolkeranna. Eg er ekki satt, veit ekki hvort eg sny aftur.

26.11.04

Fordómar

Ég hafdi hugsad mér ad tala meira um thjóninn á Ginos og reynslu okkar á stadnum sídastlidid thridjudagskvold en ég er svo reid og í svo vondu skapi ad ég fae mig hreinlega ekki til thess. Sem stendur skortir mig ljót ord til ad lýsa helvítis Ítalanum sem eydilagdi algjorlega fyrir mér kvoldid, ef ekki vikuna, í gaer. Hann er reyndar ekki thess virdi ad eyda í hann faerslu....cabrón, gilipollas, hijo de puta, imbécil, idiota, helvítis samviskulausi asni....framferdi hans hjálpar ekki til ad drepa fordóma mína gagnvart Ítolum. Vona ad ég hitti enga í dag....

24.11.04

Ferdasaga?

Mér finnst eiginlega hálfleidinlegt ad skrifa ferdasogur svona longu eftir á. Reyni samt ad byrja adeins. Ferdalagid til Sviss var hid besta. Vid flugum til Genfar á fimmtudagsmorgni og gistum á hosteli thar eina nótt. Planid hafdi verid ad vera thar thrjár naetur en vid haettum skyndilega vid vegna thess hversu starfsmadur hostelsins var dónalegur. Ég sé ekkert eftir thví. Genf er afar falleg borg og útsýnid yfir vatnid glaesilegt. Kuldinn thar var reyndar gífurlegur og verdlag svakalegt. Sumt var dýrara en heima á Íslandi!!!!! Vid tímdum thar af leidandi ekki ad fara á veitingastadi og bordudum bara mat úr súpermorkudum og tvisvar á McDonald´s. Mér finnst thad reyndar skammarlegt en ég hugga mig vid thad ad á McDonald´s voru asískir dagar og ég prófadi baeti Tariaky borgara og karrýkjúklingapítu. Á fostudaginn heimsóttum vid adsetur Sameinudu thjódanna í Genf undir dyggri leidsogn Pascals, sem er geysimyndarlegur tungumálamadur. Hann taladi fallega ensku, fronsku og svo thýsku. Vonandi talar hann ekki líka spaensku thar ed hann hefur thá getad heyrt tal okkar Jordi um hann. Slíkt kaemi sér illa fyrir okkur. Eftir Sameinudu thjódirnar og rússnesku kirkjuna fórum vid med lest til Lausanne (thar var Júróvisjón haldid) thar sem vid gistum á hreinasta hosteli sem ég hef stigid inn í, med útsýni yfir Genfarvatn úr herbergjunum (og svalir í sumum herbergjum) og í thokkabót var starfsfólkid ótrúlega indaelt. Ég maeli eindregid med stadnum. Lausanne er falleg borg og jafnvel skemmtilegri en Genf. Útsýnid er frábaert og allt mjog hreint. Goturnar samt afar brattar, naestum eins og í Istanbúl. Frá Lausanne tókum vid svo lest til Montreaux og gengum thadan ad kastala sem er í svona klukkutíma gongufjarlaegd. Montreaux er fyrrum heimabaer Freddy Mercurys og thar má finna styttu af honum.....aei...thetta er svo leidinlegt ad ég haetti. Au revoir!

Leftovers

Ég hét thví ad ég myndi setja ummaeli Kaká á bloggid mitt. Thegar vid fórum út ad borda á mánudagskvoldid med Clarisse, vard honum nefnilega svo skemmtilega ad ordi:
„Todas las chicas guapas y con cerebro están ya conquistadas.”
Bara svo ad thid vitid thad, kaeru einhleypu vinkonur!!! Ég vard pínu reid...

HOLLENDINGURINN

Ég taladi vid hann!!!! Samtal okkar var á thessa leid:
Ég: „¿Estáis esperando?" (átti vid hann og adra stúlku)
Hann: „Nooooo".
Thetta er án efa framför í okkar sambandi.

17.11.04

Húsreglur

Sambúd getur verid erfid en á sama tíma ánaegjuleg. Hér fyrir nedan má finna nokkur atridi sem hafa ber í huga thegar gengid er inn í íbúd 2B í Boltañagotu 56. Palli líklega finnur sig í thessu... 1. Slökkva ljós í herbergjum thegar gengid er út.
2. Loka stofuhurdinni ef karlmadurinn á heimilinu situr í stofunni, annars kemur kuldi inn.
3. Ganga í vatnsheldum fotum. (V/haettu á vatnsstrídi)
4. Passa upp á ad enginn komist í gemsann thinn.
5. Hafa alla undir dulnefni í símaskránni í gemsanum.
6. Loka inn í herbergid sitt til ad enginn sjái draslid.
7. Hugsa fallegar hugsanir um aepandi barnid í naestu íbúd, krakkinn er hraedilega saetur.
8. Ekki vera hraeddur vid hunda og thá sérstaklega ekki risavaxna hvíta úlfhunda.
9. Vera hrifin(n) af kínversku veggskrauti og speglatísku frá áttunda áratugnum.
10. Ganga í inniskóm og hlýjum fotum.
11. Hafa ávallt eyrnartappa handhaega, thá sérstaklega their sem vidkvaemir eru fyrir hávada.
12. Ekki segja "so" í stadinn fyrir "así que".

16.11.04

Tilvistarkreppa?

Eftir ad hafa fengid létt spark í rassgatid í setningafraeditíma (getur einhver kennt mér?) er ég farin ad spá hvad í ósköpunum ég sé ad gera í háskóla. Ég horfi hér á fólk sem er ad skrifa ritgerdir af áhuga og krafti en ég geri ekki rass í rófu. Ég vidurkenni ad námsátak mitt hefur haft thau áhrif ad ég laeri eitthvad en thetta eithvad er svo lítid ad thad telst varla. Thar fyrir utan hef ég engan sérstakan áhuga á spaenskum fraedum, thetta er alveg ágaett en fyrir mér er thetta langt frá thví ad vera nokkur ástrída. Ég sé engan tilgang med thessu námi, nema audvitad ad mér finnst fínt ad kunna ad tala spaensku. En thad vinnur víst enginn vid thad ad tala spaensku, fjandinn hafi thad.

15.11.04

Saelgaetisfíkn

Ég er hálfpartinn eftir mig eftir thessa helgi thrátt fyrir að hafa verið nokkuð róleg, aldrei thessu vant. Á fostudaginn leigdi ég stórmyndina "Recién Casados" (="just married" held ég á ensku) og át nammi uppi í sófa med Jordi. Ég maeli ekkert sérstaklega med thessari mynd thótt kaerastinn hennar Demi Moore (nv. eda fv.) sé nokkud saetur. Á laugardaginn skellti ég mér í baeinn ad kaupa jólagjafir og endadi á thví ad kaupa mér bol og kjól. THID VERDID AD SEGJA MÉR HVAD THID VILJID!!! Um kvoldid fór ég svo út ad borda med Clarisse og foreldrum hennar á frábaeran baskneskan veitingastad. Ég held ad samband okkar sé komid á alvarlegt stig úr thví ad ég var kynnt fyrir foreldrunum. Annars eru their eru mjog indaelir og med álíka skemmtilegan húmor og Clarisse sjálf. Eftir matinn fór ég ad hitta krakka sem ég thekki pínulítid í theirri trú ad fleiri Erasmusnemar myndu koma. Sú vard ekki raunin. Ég var eini útlendingurinn en félagsskapurinn var gódur svo ad thad kom alls ekki ad sok. Vid aetludum á diskótek nálaegt Moncloa en haettum skyndilega vid thegar upp kom ad karlmadurinn sem var med í for hefdi thurft ad borga fimmtíu evrur til ad komast inn, stúlkur aftur á móti fengu ókeypis. Myndi svona kynjamisrétti vidgangast á Íslandi? Mér finnst thetta til háborinnar skammar, satt best ad segja. Ég man eftir svipudu í Stokkhólmi (af ollum stodum) en thar var verdmunurinn lítill. Úr thví ad vid haettum vid thetta diskótek ákvádum vid ad fara í partý hjá einhverjum ítolskum gaeja, sem ég veit ekki enn thá hver er. Eftir langa lestarferd og álíka langa leit fundum vid íbúdina, sem hefdi ekki verid erfitt hefdum vid bara hlustad eftir hávada. Ég segi ekki annad en ¡Vesalings nágrannarnir! Á stadnum var plotusnúdur og búid var ad setja plast á gólfid (eins gott, ég er svo dugleg ad sulla). Íbúdin var trodin af fólki en thetta var samt bara nokkud gaman! Tharna var mergd af Ítölum og nokkrir Erasmusar. Vid ákvádum svo ad fara í baeinn, nokkur, en á endanum tókum vid bara straetó heim. Fólk var ordid of threytt...tsk tsk. Jaeja, nóg í bili....kyss kyss.

Alls stadar

Ítalski pilturinn, sem er alls stadar, var ad ganga inn í tolvustofuna. Thetta er ekkert edlilegt. Madurinn er alltaf thar sem ég er. Gledilegra var ad saeti Hollendingurinn er líka hérna...mmm...hann er rosasaetur.

12.11.04

Myndir frá Madrid

Ég bendi áhugasömum á myndir sem Lisa frá Thýskalandi tók sídastliðið mánudagskvöld. Myndirnar eru vaegast sagt hörmulegar og thví bendi ég vidkvaemum á ad láta thad vera ad kíkja á thaer. Á myndunum má meðal annars sjá Lisu sjálfa (ljóshaerd med gleraugu) , Clarisse hina frönsku (dökkhaerd), Ítalann Felipe sem er alltaf alls stadar thó svo ad ég thekki hann ekki, Kjartan (med hatt) auk thess sem Finnarnir eru á einhverjum myndum.

Einnig gled ég hjörtu einhverra, vona ég, med linkunum sem mér tókst einhvern veginn að troða inn á síðuna. Thar má finna fjöldann allan af nýjum linkum, meðal annars link á efni frá Kjartani, áhugavert nokk.
Í gaer var dagur skráningar. Ég hafdi alltaf litid á thennan dag sem upphaf laerdóms, ad ég myndi reyna ad drullast til ad laera frá og med thessum degi. Ég sé thad ekki alveg gerast og hef raunar góda afsökun. Ég gat ekki skráð mig. Thrátt fyrir ad vera med alla pappíra í lagi og ad hafa bedid í röd í rúman hálftíma gekk thad ekki upp. Thad hafdi nefnilega einhver skrád sig á mínu númeri í laeknisfraedi. Kannski ég aetti bara ad skipta um fag? Hér virdist audveldara ad komast inn í laeknisfraedi en heima.
Gaerkvöldid var ágaett. Maturinn var drifinn ofan í fólkid á methrada til thess ad maeta ekki allt of seint á De Cine. Ad sjálfsogdu var thad algjor ótharfi en thad er búid og gert. Stemmningin thar á bae var baerileg; spaensk stúlka kynnti mig fyrir fraenda sínum og lét mig tala rétt eins og hún hafdi gert vikuna ádur vid kaerastann sinn, aðdáandi Clarisse spurði frétta af henni og virtist sakna hennar sárt og hitinn var mikill, sérstaklega í samanburði vid skítakuldann úti. Ég held ad helgin verði róleg, gamlar konur tharfnast hvíldar endrum og sinnum.

11.11.04

Ný tónlist...

Ég er ad verda klikkud á thví ad hlusta alltaf á sama raulid á morgnana í straetó. Ímyndid ykkur ástandid: Thetta er eins og ad fara á hverjum degi til Keflavíkur í rútu og thar ed ég get ekki lesid í bíl hlusta ég á tónlist. Ég er komin med svo mikid óged af diskunum, sem ég tók med mér, ad ég á orugglega eftir ad molva nokkur stykki. Sigga, plís, sendu mér einhverja af diskunum mínum (t.d. Damien Rice eldri, virdist hafa gleymt honum, og diska med The Cranberries) og brenndu einhverja skemmtilega. Ef ekki verd ég klikkud af ollu thessu júrórusli, er med tímabundid (?) óged. Annars naut ég thess bara ad vera ein heima í gaerkveldi. Ég kom reyndar seint og nádi akkúrat ad horfa á Will og Grace og uppáhaldstháttinn minn "Aquí no hay quien viva", bordadi skinku og hvítt súkkuladi í kvoldmat og naut thess ad pissa med opna hurd. Thad getur verid lúxus ad vera einn heima...í kvold á ég samt von á gestum í mat og eftir thad aetlum vid ad fara á "Punto de encuetro". Vúhúú...

10.11.04

Bloggaeði

Ég var ad skoda gamlar faerslur, frá voronn 2004. Thar segir til daemis frá fyrstu heimsókninni minni í Palacio de Gaviria og fallegum hugsunum í gard Telepizza. Annars var ég ad skoda blogg hjá alls konar fólki núna ádan og velta fyrir mér hvad fólk skrifar á misjafnan hátt um líf sitt. Sumir eru hundrad og thrjátíu prósent hreinskilnir og segja frá ollu medan adrir (til daemis ég) segja bara frá brotabroti og thá í styttri útgáfu. Kannski ég aetti ad breyta um stíl, raeda um stráka sem ég er skotin í og tala um túrverki. Held samt varla...Eigum vid ad halda kosningar um málid?

Nýtt útlit

Ef thið skylduð ekki hafa tekið eftir thví. Illu heilli detta linkarnir mínir út, ég veit ekki hvernig ég endurvek thá en thað verður ad bíða betri dags. Ég er ánaegð með litina og thað er ekki svo erfitt að lesa. Nú tharf ég bara hjálp við að setja inn linka og faera kommentin niður um eina línu. Verið nú góð, thað er ykkur lesendum til bóta að bloggið líti vel út. Elías: Sérðu hvernig ég reyni að thóknast thér með íslensku stafina?...kemur smátt og smátt :)

Hjálpadu mér upp....ég get thad ekki sjálfur...

Fúff, ég er í djúpum skít. Ég maetti í tíma í setningarfraedi í morgun og komst ad thví ad hjá okkur var próf eda konnun. Illu heilli vissi ég ekki af thví thar ed ég hafdi misst af tímanum á fostudag og einnig kom thetta sér illa thar ed glósurnar mínar eru gotóttar. Thad var gott ad hafa Ítalann Selene sér vid hlid, hún var í jafnvel enn verri málum. Annars er thad ad frétta ad á morgun skrái ég mig í námskeid. Litlir hlutir geta verid flóknir hér en allt hefur thó raest í bili. Konan sem átti ad skrifa undir fogin hjá mér haetti nefnilega í sinni stodu í dag. Sem betur fer féllst hún samt á ad skrifa undir hjá baedi Kjartani og mér en svo kom í ljós ad nokkrar bladsídur vantadi aftan á pappírinn hans Kjartans svo ad hann thurfti ad fá nýjan og redda svo nýrri undirskrift. Allt frekar flókid, a.m.k. fyrir mig sem ekki nennir ad hugsa. Helgin var vidburdarík en thad var erfitt ad snúa aftur í skólann í dag. Mig langar bara heim ad sofa.

6.11.04

Fréttir úr hórustraeti

Já, enn á ný er ég maett í hórugotuna, reyndar ekki svo margar maettar í dag ad thví er virdist. Sídustu dagar hafa verid skemmtilegir...fór í matarbod til Sabine frá Thýskalandi á fimmtudag og eftir thad fórum vid á "Punto de encuentro", ad hitta adra Erasmusnema. Thad var frábaert thar sem fólkid úr ferdinni maetti og vid thekktum miklu fleiri núna en vikuna ádur. Eftir thad skelltum vid okkur í hollina margumtoludu ásamt nokkrum finnskum stelpum og Christian spanjóla. Thar donsudum vid villtan dans, fengum ad heyra nokkur falleg ensk ord (not) og skodudum afar skrautlegt mannlífid. MJOG GAMAN! Í gaer var fólk ekki eins mikid á thví ad fara út svo ad vid endudum á thví ad fara út ad borda og svo í bíó. Kjartan vildi ekki fara í bíó (gód ákvordun hjá honum) svo ad á endanum fórum vid Clarisse med tveimur "porum", ekki snidugt. Myndin fjalladi um konu sem gerir heimildamynd um gamla konu sem thótti mikill heimspekingur, ekki alveg thad sem ég vil horfa á á fostudagskveldi. Vid fórum svo á kaffihús og plonudum kvoldid í kvold og ég gisti svo heima hjá Clarisse. Er ad paela í ad skella mér adeins í H og M, fara heim, borda, lesa eda álíka. Hvenaer kemur ad laerdómi spyr ég mig...ástandid fer ad verda alvarlegt.

4.11.04

Hjálp!

Bloggid mitt lítur hraedilega út og ég kann ekki ad laga thad. Thad sem thad myndi gledja mitt litla hjarta bara ad breyta bakgrunnslitnum og stofunum. Hver getur hjálpad? Ég er tilbúin ad bjóda vidkomandi í hádegismat vid taekifaeri... Annars er thad ad frétta ad saeti Hollendingurinn er í tolvustofunni!!!!!

3.11.04

Töff -engin spurning-

Já, konan sem tekur sama straetó og ég á morgnana er lifandi godsogn ad mínu mati. Thetta er afskaplega venjuleg kona, brúnhaerd med brún augu, held ég, og ekki áberandi ad neinu leyti nema thví ad hún gengur í einhverjum flottasta jakka sem ég hef séd. Munid thid eftir Hensongallatímabilinu og apaskinnsgollunum? Jakkinn, sem konan gengur í, er ad ég held frá svipudu tímabili. Hann er úr einhvers konar glansandi efni, líklega vatnsheldu, sem vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess ad litirnir eru FRÁBAERIR; neonbleikur, neonfjólublár, neongraenn og svo hetta í neonappelsínugulu. Ef einhver getur sagt mér hvar ég fae svona jakkka, vinsamlegast hafid samband!
Annars var ég í Sevilla um helgina og skemmti mér konunglega. Thetta var ferd skipulogd af Erasmusnemendafélaginu svo ad andrúmsloftid var afar althjódlegt. Vedrid var leidinlegt en thad gerdi ekkert til. Haldid var stórt partý á báti sem sigldi med okkur um Guadalquivir, fyrir thad botellón, dómkirkjuskodunarferd, Alcazar, partý á heimavistinni, út á diskótek og svo var komid vid í Córdoba á leidinni heim. Maeli med arabíska veitingastadnum rétt hjá moskunni, thjónninn er rooosasaetur!
Ad enn odru. Ég vil fá jólagjafaóskalista frá ykkur, takk. Gjafirnar verda ad vera mjog léttar.

27.10.04

Töff eda ekki?

Mig dreymdi í nótt ad ég vaeri töff. Ekki nokkud sem ég fae oft á tilfinninguna. Ég horfdi á mig í spegil í nótt, skodadi alla lokkana í andlitinu á mér og hugsadi med mér: „Ég er nú eiginlega bara dálítid kúl.” Ég fattadi í morgun thegar stelpa med gat í hökunni gekk inn í straetó ad ég vaeri bara ég, ekkert kúl. Sárt thad...eda ekki?

26.10.04

Fúff

thad voru logreglumenn hérna inni ad reyna ad handtaka menn...veit ekki hvort their tóku einhvern.....heppin ad sleppa.

Ferdasaga eda ekki?

Thad hefur alltaf verid hálfvonlaust verkefni fyrir mig ad skrifa ferdasogu. Ég gaeti kannski gert thad ef ég skrifadi á hverjum degi en eftir fimm daga túr er frá svo morgu ad segja ad ég er búin ad gleyma flestu og veit ekki á hverju ég á ad byrja; hvort ég eigi ad segja frá thví thegar vid fórum inn í „bláu moskuna" á sokkaleistum og ég med klút, segja frá skrítna hverfinu sem vid gistum í fyrstu nóttina, verksmidjunni í húsinu á móti hótelinu okkar, bornunum sem tíndu upp úr ruslinu ásamt pabba sínum, ollum kisulórunum eda allri gongunni. Ég hreinlega veit thad ekki en ég get sagt ad Istanbúl er mjog heillandi borg og algjorlega ólík ollu thví sem ég hafdi séd ádur. Ég get sagt frá thví ad ég er eiginlega fegin ad hafa komist lifandi til baka thar sem umferdarmenning er varla til á thessum slòdum. Til ad komast yfir gotum thurfti madur ad stilla sér upp vid hlidina á naesta manni og vona ad vidkomandi vaeri baerilega skynsamur og lalla yfir med honum/henni...reyndar voru mest karlmenn á ferli tharna. Bílstjórar voru líka brjáladir og thá sérstaklega sá sídasti sem keyrdi okkur á flugvollinn, vid í mikilli tímathrong sem hann vissi augljóslega af. Madurinn keyrdi eins og brjálaedingur, sikksakkadi og tók fram úr thar sem adeins var ein akgrein. Ótrúlegt. Thid sem ekki fengud póstkort, sendid mér heimilisfangid ykkar!

15.10.04

Háskóli skástrik menntaskóli

Ég fór ad paela í thví í dag ad sumt fólkid sem er med mér í tímum er líklega faett árid 1986. Thá var ég vid thad ad hefja skólagongu. Mér er farid ad lída illa yfir thví hvad ég er gomul og finnst líka sorglegt ad ég sé sjálfa mig alveg á svipudum aldri og thessir táningar. Held kannski ad andlegur throski minn (á vid tólf ára) spili eitthvad inn í. Ég hugga mig bara vid ad ég fylgi spekinni sem segir ad madur eigi ad láta barnid í sjálfum sér dafna.

Eftir um thad bil tvaer vikur í Autónomaháskólanum hef ég komist ad odrum sannleik. Starfsfólkid er margt hvert óhemju fordómafullt fyrir útlendingum og adrir eru bara hreint og beint dónalegir. Ég hef lent í ordasenu vid skúringakonu sem var mér afar reid fyrir ad hafa pissad á klósetti sem hún var ad thrífa (galopid inn á salernid by the way og engin merki um ad ekki maetti nota thad) og konan í matsalnum er alltaf reid vid mig út af einhverju; ég tala of lágt eda bid ekki um allt á sama tíma. Strákurinn í tolvustofunni er svo sem ekki reidur, hann er bara leidinlegur. Í dag fór ég svo í upplýsingar til thess ad spyrjast fyrir um Erasmusumsóknaumslog í heimsku minni og madurinn sagdi vid félaga sinn ad ég vaeri ad spyrja um Erasmusumslog, thad vaeri nú ekki skrítid, ég liti sko út eins og líklegt fórnarlamb í thad. Thetta er léleg thýding en HVAD SKIPTI THAD MÁLI HVORT ÉG LÍT ÚT EINS OG ÚTLENDINGUR EDA EKKI? Afsakid hástafina. Ég er bara nokkud sátt vid ad líta út eins og Íslendingur (eda Íri) en ekki Spánverji. Ótharfi ad raeda thad eitthvad. Ég er kannski ad oftúlka en mér finnst vidmótid hér ekki sérlega skemmtilegt.

13.10.04

Brúarhelgi

Um helgina var brúarhelgi sem thýdir ad aukafrídagur baetist vid thegar frídagar eru nálaegt helgi thannig ad fólk geti notid langrar helgi. Maetti alveg taka thetta upp á Íslandi. Thetta hentadi ágaetlega thar ed Páll Heimisson maetti á bílaleigubíl á laugardaginn, pilturinn nennti ekki ad bída í HEILA tvo tíma eftir rútu. Ég platadi hann med mér í stórmarkad og ég versladi meira en ég hef nokkurn tímann gert og á thví núna fullt hús af kartoflum og saetum vínum. Addáendur saetra vína eru thví hvattir til ad kíkja í heimsókn :) Annars er ég hundthreytt eftir helgina. Vid Palli vorum svo sem ekki neitt ofur „aktíf” en hálfsvefnlaus nótt fór illa med mig. Í gaer skelltum vid okkur í Retirogardinn thar sem vid (ásamt Konunglegum verkjum og Kjartani) leigdum lítinn bát sem vid (adallega thau) rerum um vatn sem finna má í gardinum. Thetta var gaman thar til Konunglegir verkir ákvad ad skoda foss sem lekur út í vatnid og aftur thegar Palli vildi hefna sín. Sjaldan hef ég verid jafnrassblaut. Vid fórum svo á kaffihús med saetum thjónum og bordudum vel og gláptum svo á spólu heima med Jordi. Medan Palli dvelur er ég flutt inn til Jordi (hann er med tvo rúm) og hann greyid vaknar upp vid thad thegar ég dúndra hausnum í vegginn, sný mér á alla kanta og svo framvegis. Thad sem pilturinn tharf ad thola...

8.10.04

Af baggalutur.is (lásud thid líka baekurnar hans?)

Eðvarð enn og aftur sniðgenginn af Nóbelsakademíunni Eðvarð vinnur nú að bókini „Fjörutíu og tveggja með fyrirtíðaspennu.“„Auðvitað eru þetta viss vonbrigði, en maður tekur því eins og öðru“ sagði Eðvarð Ingólfsson rithöfundur eftir að ljóst var að sænska akademían hefði enn einu sinni gengið fram hjá honum við veitingu bókmenntaverðlauna Nóbels. Margir helstu bókmenntafræðingar heims eru ævareiðir og hefur Hübert Keizler - sem á sínum tíma skrifaði fræga doktorsritgerð um erótíska klifun í bókatitlum Eðvarðs - látið hafa eftir sér að Svíar séu ólæsir plebbbarbarar sem kunni ekki gott að meta. Undir þetta tekur sjálfur konungur Svíþjóðar og segir þetta „svartan blett í sögu akademíunnar“, en hann er langt kominn með „Ástarbréf til Ara“, sem forseti Íslands færði honum að gjöf í nýyfirstaðinni heimsókn sænsku konungshjónanna - og líkar vel.

Faelni

Já, ég held ég sé med bókmenntafaelni á háu stigi. Ég er til í ad laera nánast allt annad. Á einhver gód rád fyrir bókmenntafóbíusjúklinga?

7.10.04

Útlendingur

Já, hér er ég sko algjor útlendingur.....grrrrr saeti saeti saeti Hollendingurinn var ad koma inn í tolvustofuna...mmmmmm, ekki med flottan rass reyndar, sé thad núna. En já, í hvert skipti sem ég kem í tolvustofuna tekur sá eda sú sem er yfir thad skiptid á móti mér og segir „Erasmus, viltu komast í tolvu?”. Greinilegt ad ég nae ekki alveg ad falla inn í hópinn. Gaeinn sem vinnur hérna er reyndar algjorlega ótholandi og talar svo hratt ad ég skil varla ord...jiii, nú sé ég saeta aftur, hann er guddómlega fallegur. En burtséd frá fallegum Hollendingum thá fór ég í thrjá heila tíma í morgun, framfarnirnar eru miklar. Fyrstu tveir voru nú í leidinlegri kantinum en thad var rosalega gaman ad fara í finnskutíma og laera eitthvad allt annad en spaensku eda spaenskutengt. Kennarinn er eldri kona, rosalega vinaleg og hún var afar undrandi yfir theim fjolda fólk sem vildi laera finnsku. Helmingurinn af bekknum thurfti ad sitja á gólfinu. Ég sat vid hlidina á spaenskri stelpu og hundi....púff, allt kemur í belg og bidu, blogga frekar sídar.

6.10.04

Kennsluleysi

Já, thad er algjort. Sídan kennsla hófst sídastlidinn fimmtudag er ég búin ad fara í einn og hálfan tíma og í thessum eina maetti kennarinn tuttugu mínútum of seint. Skipulagsleysid virdist vera talsvert. Í gaer aetladi ég ad fara í finnskutíma (til ad gera eitthvad odruvísi) en kennarinn maetti ekki. Samnemendur mínir maettu aftur á móti, fimm pínulitlar stelpur, thar af ein í Metallicabol. Fyrir utan thad ad vera smávaxnar, thá eru thaer líka fremur ungar, held ég. Mér leid a.m.k. eins og ég vaeri snúin aftur í menntaskóla. Indael tilfinning samt og ég vona ad kennarinn sýni sig einhvern tímann svo ad ég geti byrjad ad blogga á finnsku...ha ha ha...thetta var lélegt grín. Fyrir utan tilraun til finnskunáms í gaer, fór ég út ad borda med Kjartani (íslenskur Erasmusstrákur) og tveimur fronskum stelpum, Clarisse og Emilie. Thaer eru mjog fínar; hrifnar af eftirréttum og vilja fara á Real Madridleik til ad horfa á David Beckham í stuttbuxum, stúlkur ad mínu skapi.

2.10.04

Sol og sumar

Er kalt uppi a Isalandi? Ekki her...hahhahahaha...eg er a Mallorca sem stendur, i Palma de Mallorca til ad vera nakvaem med pabba og mommu. Vid forum oll heim a morgun en thangad til aetlum vid ad njota hotelsins sem vid gistum a, sem er ooooootrulega flott. Eg finn engar sidur med myndum af hotelinu eins og thad er i dag, thad er nefnilega nybuid ad gera thad upp. Aetla ad fara upp a hotel nuna, setjast a svalirnar og lesa bok (um leid og eg sleiki solina). Vona ad ekki blasi of mikid a ykkur! :)

29.9.04

Fréttir úr hórustraeti

Ég er ad kafna úr hita og gleymi thví ábyggilega ad skrifa allt thetta skemmtilega sem ég aetladi mér ad skrifa, já, skellum skuldinni á hitann, gód hugmynd. Allt gengur annars vel. Ég er búin ad fara í skólann tvisvar sinnum, thótt annad skiptid hafi reyndar verid til lítils. Thad kemur mér satt best ad segja á óvart hversu vel er tekid á móti skiptinemunum en reyndar hafdi ég enga trú á Spánverjunum í theim efnum svo ad eflaust eru móttokurnar ekkert konunglegar midad vid adra háskóla, engu ad sídur er ég sátt. Íbúdin er fín, thrjú herbergi, bad, stofa og eldhús med búri, frekar lítid allt en í gódu lagi. Herbergid mitt er pínulítid og húsgognin fremur ljót en thar er nóg geymslupláss og gód adstada til ad lemja hofdinu upp í hilluna sem er fyrir ofan rúmid mitt :) Hverfid sem ég bý í virdist vera talsvert flottara en thad sem ég bjó í ádur (Eva getur sagt fólki frá dekkstu hlidum thess) eda thetta fannst mér a.m.k. thangad til í gaerkveldi. Thá fórum vid Jordi í gongutúr eftir kvoldmat til ad henda rusli og sáum mann hinum megin vid gotuna ad tala í gsm-síma. Madurinn hefur líklega verid úti í somu erindagjordum og vid nema ad einhver hefur hringt í hann og líklega hefur samtalid dregist a langinn thar sem madurinn var ad PISSA Á GANGSTÉTTARBRÚNINA!!!!! Ég sá m.a.s. á honum tillann....óóógóóó. Aldrei aftur mun ég ganga í bleytu á gangstéttum Boltañastraetis.

26.9.04

Kóngsins Kaupmannahöfn

Satt best að segja hef ég ekki kynnst þessari borg nokkurn tímann að ráði og þetta stutta stopp mitt á ekkert eftir að kynna mig betur en ég átta mig betur og betur á því þegar ég stoppa hér í mýflugumynd að mig langar að koma hingað og vera í svona viku. Þetta er svo falleg borg og skemmtilegt mannlíf. Óli og Sunna tóku á móti mér eftir erfiða flugferð (sökum örlítillar ókyrrðar og sparkóðrar lítillar stúlku sem sat fyrir aftan mig, og já hún og bróðir hennar voru afar hávær í þokkabót) og við fórum út að borða á ítölskum stað nálægt stúdentagörðunum sem þau búa á. Staðurinn var allt í lagi en þjónarnir reyndar bara felu-Ítalir, a.m.k. hluti af þeim sem talaði spænsku en ekki ítölsku. Eftir matinn hjóluðum við svo niður í bæ og kíktum á kaffihús og bar sem var nokkuð kósí. Nú ætla ég að hátta mig og biðja til Guðs að ég verði ekki rukkuð fyrir yfirvigt á morgun, man nefnilega ekki hvort taka má fimmtán eða tuttugu kíló hjá Maersk Air.
p.s. Gleymdi að segja að ekki varð úr ósk minni með myndarlega flugmanninn. Meðleigjandinn verður Dolores, Bandói sem starfar sem enskukennari. Spennandi...

21.9.04

Gleði helgarinnar

Já, þetta var góð helgi þó svo að ég hefði kannski mátt koma meiru í verk. Á föstudagskvöldið var ég reyndar bara heima, skrapp til ömmu og fékk svo Elsu frænku í heimsókn að glápa á videó. Á laugardaginn þurfti ég að vakna fyrir allar aldir enda mikilvægt verkefni framundan. Við Jónas (og reyndar Sigrún Þöll líka) höfðum nefnilega ákveðið að gera tilraun með að ná í miða á Damien Rice tónleika, sem haldnir verða næstkomandi fimmtudag. Til að gera ekki svo langa sögu enn styttri þá náðum við miðum og ég er mjög spennt! :) Eftir raðarbið fór ég að vinna og um kvöldið var svo stórteiti hjá Jónasi hinum títtnefnda. Veislan sú var hin besta og útferðin á eftir ekki síðri. Við Sigrún Þöll og Jónas entumst lengst, ef til vill til þess að fagna miðunum fyrrnefndu. Á vegi okkar varð margt manna; sæti skiptineminn (þeir eru reyndar ábyggilega fleiri en einn...) var á Dillon og stelpa sem var í sama grunnskóla og ég spurði hvort ég héti ekki örugglega Rósalind eða eitthvað álíka. Á Hlölla varð Jónasi mjög til vina með stúlku um þrítugt sem var mikill mjólkuraðdáandi og helst vildi hún súkkulaðibragð af mjólkinni...hehehe (les: snobbhlátur). Sunnudagurinn var ekki slæmur heldur en þreytan reyndar talsvert. Finnur tók á móti mér í vöfflur og svo eldaði ég lax og bauð ömmu og Elíasi í mat. Eftir mat fórum við Elsa svo í bíó á frímiðum á myndina „The Girl next Door”, sem er afar skemmtileg, mér til mikillar undrunar. Jæja, þá vitið þið það þó svo að þið hafið eflaust engan áhuga. :)

15.9.04

Samkvæmi

verður haldið að Kleppi föstudagskvöldið 24. september næstkomandi. Fyrirhuguð er mikil gleði og enn meiri glaumur og er öllum sem vettlingi geta valdið boðið að mæta. (Ég vil nefnilega helst ekki fá fólk sem er svo aumt að það getur ekki haldið á vettlingi, það þýðir nefnilega eflaust að ég þurfi að bera viðkomandi upp stigann og ég bara nenni ekki slíku). Nánari útlistingar á veislunni munu berast síðar en vinum og vandamömmum er bent á að taka daginn frá.

14.9.04

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld

og það styttist óðum í brottför. Allt er svo að segja klárt nema þessir billjón hlutir sem ég þurfti að redda áður en ég færi. Það kemur nú samt að því að það klárast allt saman. Úti er mestallt klappað og klárt. Jordi leigði íbúð sem að sögn Rosu er fín, í betra hverfi en hin og tvö af þremur herbergjum eru flott. Þar að auki er hinn fínasti ofn sem á að henta vel til pitsugerðar. Ekki slæmt það. Jordi segir hverfið fullt af Suður-Ameríkönum og Marrokkóbúum og lítið um myndarlega karlmenn. Veit ekki hvort þeirra ég tek trúanlegt, kannski bara bæði þar eð Rosa er afar veik fyrir Marokkóbúum...eða voru það Marokkóbúarnir sem voru veikir fyrir henni? Nú er Jordi annars búinn að ákveða að leigja út aukaherbergið svo að leigan lækkar örlítið. Hann ætlar að hengja upp auglýsingu á skrifstofu Iberiaflugfélagsins svo að nú verða allir að krossa fingur og vona að til okkar flytji myndarlegur flugmaður. Þetta kemur mér samt í ákvörðunarstöðu, ég má nefnilega velja hvort ég vil leigja herbergi með hjónarúmi sem er dálítið dýrt eða herbergi sem er minna og auðvitað ódýrara. Hvað finnst ykkur?

8.9.04

Hjálp!!!

Hver getur lagað bloggið mitt, það lítur hræðilega eftir að ég fiktaði eitthvað OG þarf nauðsynlega á litabreytingum að halda. Tölvunörd úti í heimi hjálpið!

7.9.04

Óður

Óður eða brjálaður, heill eða heilbrigður. Ætti ég kannski að tala í kvenkyni? Litirnir flögra kringum hnöttinn en enginn tekur eftir því nema þú.

Leiðindi eða notalegheit

Annar dagurinn í röð sem ég blogga og ástæðan er auðvitað bara ein, ég er aðgerðarlaus. Þessi vika hjá mér virðist ætla að verða full af pásum og engu að gera. Ég er í skólanum frá klukkan átta til tíu á morgnana og eftir það tekur við hin erfiða ákvarðanataka um hvernig ég eigi að eyða því sem eftir lifir af deginum. Í gær ákvað ég að leggja mig og lesa Moggann, mála glugga og elda kvöldmatinn en í dag er ég enn óákveðin. Til greina kemur að fara heim og leggja sig í smástund, mála annan glugga, reyna að koma saumavélinni í gang, að taka til í herberginu, fara upp á Tryggingarstofnun (bíður dómsdags), láta taka passamyndir af mér (ekki nógu falleg í dag), elda kvöldmat fyrir okkur Siggu, fara með sömu í verslunartúr...eða bara dóla og gera ekki neitt. Held ég velji þetta síðasta....

6.9.04

Framtíðin ráðin

Með þessum orðum tóku foreldrar mínir á móti okkur Siggu þegar við komum heim úr vinnunni á laugardaginn. Ástæðan var auglýsing í sunnudagseintaki Morgunblaðsins þar sem bandarískur faðir óskaði eftir íslenskum prinsessum fyrir syni sína. Maðurinn sjálfur, íbúi í Washington DC hefur verið giftur einni slíkri í 36 ár og vill að sjálfsögðu sonum sínum aðeins það besta. Með auglýsingunni fylgdi smálýsing á sonunum sem allir voru á giftingaraldri og efnilegir menn, og svo mynd af þeim með pabbanum og íslensku prinsessunni, eða kannski drottningunni. Ætli einhver hafi svarað? Mamma hótaði að skrifa fyrir okkar hönd en sagðist fyrst vilja láta taka nýjar myndir af okkur systrum. Ætli hún klæði okkur í ljósbláa blúndukjóla aftur eins og síðast þegar hún lét taka af okkur myndir?

12.8.04

Sumarleyfi erlendis -faersla 1-

Jaeja, nú er ég stodd í Barcelona og hálfpartinn farin ad efast um ákvordun mína um ad nema í Madrid á naesta ári. Thrátt fyrir thad ad vera ein hér lídur mér vel, thad er gott og gaman ad ráfa um goturnar, skoda búdir, veitingastadi og mannlífid. Thad tók lengri tíma en ég hélt ad finna aftur H&M búdina sem ég kann svo vel vid en eftir ad hafa hrist af mér lítinn mannaling sem vildi fara á kaffihús med mér ratadi ég inn í réttu gotuna. Farfuglaheimilid sem ég bý á hér er ekki jafnskemmtilegt og náttstadurinn í Valenciu. Thar bjó ég í thriggja manna herbergi med tveimur Lundúnapeyjum, kurteisum og snyrtilegum, thrátt fyrir ad vera fremur kaerulausir med ad loka á eftir sér (dyrnar opnar thegar ég vaknadi). Hér er ég á sama farfuglaheimili...(more coming)

27.7.04

Áhugasviðspróf

Já, ég hef tekið nokkuð slík en best hefur mér alltaf þótt að prófa mig bara áfram. Þannig hef ég horft á nokkuð margar spennumyndir til þess eins að komast að því að mér finnst þær frekar leiðinlegar, ég hef gert tilraunir til að stunda líkamsrækt og áttað mig á því að áhugi minn liggur ekki þar og svo mætti lengi telja. Í dag skellti ég mér á sjóinn. Nordjobb fór nefnilega í hvalaskoðunarferð og ég mætti galvösk með samloku í nesti sem ég skellti í mig áður en lagt var úr höfn. Því hefði ég betur sleppt. Eftir um það bil tvær mínútur um borð fór mér að líða illa og vanlíðanin stigmagnaðist svo og náði líklega hámarki inni á salerni skipsins. Ég lá svo á bekk ásamt sænskri stúlku, hlustaði á áhugasaman leiðsögumanninn spenntan yfir því að sést hefði í hvalsporð og sagði við sjálfa mig: „I DON'T GIVE A SHIT". Það slæma er að mér er enn þá óglatt, það hafði ekki góð áhrifa að fylla magann á eftir með fiski, frönskum og ís. Svo skammast ég mín auðvitað líka fyrir að vera íslenskur afkomandi sjómanna sem ekki getur þolað einn stuttan (reyndar fannst hann ALLS ekki stuttur þar sem ég lá niðri í bátnum í vanlíðan) sjótúr. En núna veit ég það, hvalaskoðunarferðir eru ekki fyrir mig. Einu skrefi nær í sjálfsþekkingarleitinni.

21.7.04

júlífærsla

Ég er ekki ein um að vera latur summarbloggari það er nokkuð ljóst en ég ætla engu að síður ekki að nýta það sem afsökun enda hefur þetta sumar verið nokkuð viðburðaríkt og mér finnst vinnan mín svo áhugaverð að ég tala stanslaust um hana. Leiðinlegt að ég leyfi ekki blogglesendum að njóta eða hvað? Síðustu helgi fórum við í raftingferð norður í Varmahlíð. Alls vorum við 47, ótrúlegur fjöldi og þetta heppnaðist allt vel. Reyndar var ég á báti með algjörum gungum og við hentum því engum í vatn eða dönsuðum mikið á gúmmíbátsborðinu en þetta var samt skemmtilegt og ég var stolt af einni stelpunni sem er afskaplega vatnshrædd en lét sig hafa það að koma með og hafði gaman af. Við gistum á Blönduósi og til allrar lukku rigndi ekki, ótrúlegt en satt. Ég á erfitt með að gera upp við mig hvort hápunktur ferðarinnar hafi verið raftingferðin sjálf og stökkið niður af klettinum (vel á minnst, það var skelfileg lífsreynsla) eða barferðin okkar um kvöldið. Þá fór ég ásamt danskri stelpu, Íslendingi og fleirum á lítinn bar í bænum sem væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að ég var íklædd vindbuxum, regnjakka, flíspeysu, ullarhúfu og þessum líka fallegu bláu gúmmístígvélum með límbandi á. Í þessari múnderingu skellti ég mér í dans ásamt heimamönnum...aldeilis gaman :)  

3.7.04

Talandi um fall sökum fíknar

Við Sigga erum orðnar mjög sólgnar í harðfisk og eyðum stórum fúlgum í þetta gæðasnakk í viku hverri. Yfirleitt förum við bara í hverfisbúðina en við látum okkur dreyma um góða harðfiskinn sem ég hef keypt í Kolaportinu tvisvar sinnum. Í annað skiptið sem ég fór heilsaði konan mér „hæ” og brosti en ég ímyndaði mér að hún væri svona ung og „hipp” í sér að hún væri farin að heilsa á þennan máta. Í dag þegar ég fór í Kolaportið komst ég að því að ég hafði rangt fyrir mér. Konan heilsaði aftur jafnkumpánlega og ræddi við mig um síðustu kaup mín. Það er ekki nóg með það að ég sé orðin fastakúnni á videóleigunni heldur líka í harðfiskshorninu í Kolaportinu. Hæfir þetta 23 ára gamalli stúlku?

2.7.04

Fíkn getur orðið að falli

Þrátt fyrir það að vera ekkert kvikmyndagúrú er ég mjög dyggur gestur á myndbandaleigu hverfisins og hef verið það gegnum árin. Þegar eigendur leigunnar afgreiða mig þarf ég yfirleitt ekki að gefa upp kennitölu og mér er heilsað kumpánlega. Ástæða tíðra heimsóna minna á leiguna síðastliðin ár hefur samt ekki verið sú að ég hafi leigt margar kvikmyndir, nei, ég datt í sjónvarpsþætti. Fyrst var það Friends en þegar ég var búin að sjá svo að segja alla þáttaröðina (og vinir mínir löngu búnir) skipti ég yfir í Sex and the City og má segja að þátturinn sé orðin hálfgerð fíkn hjá mér. Við systur förum iðulega saman, horfum á kvikmyndirnar og ákveðum að fara yfir í þættina (smekkur minn fyrir væmnum sunnudagsmyndum eða þýsk-norskum drömum og smekkur hennar fyrir kappakstursmyndum fellur illa saman). Þá tekur við sérstök athöfn; Sigga les aftan á þættina þar sem ég er haldin minnisleysi á alvarlegu stigi og get ekki munað hvort ég er búin að sjá þætti eða ekki. Oftar en ekki tek ég upp spóluna sem við horfðum síðast á (tveimur dögum fyrr kannski) og spyr Siggu hvort þetta sé ekki eitthvað sem við eigum eftir að sjá. Fíknin stigmagnast samt. Það má sjá í því að síðustu daga hef ég rifist í starfsmanni leigunnar og óskað eftir því að þeir panti fleiri þætti. Í bræði minni hef ég jafnvel misst spólur á gólfið og brotið þær. Þegar ég svo kem með spólur og bið starfsmennina að athuga hvenær ég tók þær síðast held ég að þeim votti af virðingu sem borin var fyrir mér áður fyrr sé fleygt út um gluggann.

1.7.04

Gleðitíðindi

„Hress” er farinn að blogga á ný. Skemmtileg frásögnin hans af grillveislunni.